Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28311
Ritgerðin ber heitið: „Ákvæði 8. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu og svigrúm aðildarríkja til mats“ en í dómaframkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu má finna meginreglu sem ber heitið svigrúm til mats (e. margin of appreciation). Hún snýr að því að aðildarríki Mannréttindasáttmála Evrópu (MSE) hafa ákveðið svigrúm til mats til að uppfylla skyldur sáttmálans í vissum tilvikum. Mannréttindadómstóll Evrópu hefur verið gagnrýndur annars vegar fyrir það að vísa til meginreglunnar nánast sjálfkrafa í dómaframkvæmd og þar með að leggja ekki efnislegt mat á atvik máls og gæta þar með að þeim grundvallarréttindum sem í húfi eru og hins vegar að framkvæma efnislegt mat á atvikum máls þegar svigrúmið til mats er talsvert. Rannsókn höfundar snýr að því að skoða dóma Mannréttindadómstóls Evrópu þar sem reynt hefur á meginregluna um svigrúm til mats í ljósi 8. gr. MSE og komast að niðurstöðu um hvert hið raunverulega hlutverk dómstólsins sé þegar meginreglan á í hlut. Þá verður skoðað hvort meginreglan hafi öðlast aukið vægi á síðustu árum. Að auki verður gerð grein fyrir því hvenær aðildarríkin hafa mikið svigrúm til mats og hvenær það er takmarkað. Í fyrstu fer höfundur í stuttu máli yfir skýringarreglur Mannréttindasáttmála Evrópu en meginreglan, um svigrúm til mats, er ein af þeim. Því næst verður gerð grein fyrir inntaki meginreglunnar og því hvenær hún var fyrst sett fram. Þá verður efnislegu inntaki 8. gr. MSE lýst. Að lokum mun höfundur leitast við að gera grein fyrir þeim dómum sem rannsókn hans tók til og ályktunum sem draga má af þeim um áhrif meginreglunnar í dómaframkvæmd MDE. Höfundur kemst að þeirri niðurstöðu að meginreglan hafi fengið aukið vægi í dómaframkvæmd MDE. Að auki er það niðurstaða höfundar að dómstóllinn hafi vald til að kveða endanlega á um hvort takmörkun sé samrýmanleg ákvæðum sáttmálans. Hann ákveður, á grundvelli fyrirliggjandi gagna, hvort þau rök sem yfirvöld aðildaríkis gefa fyrir ákvörðun sinni séu viðeigandi og fullnægjandi, hvort málsmeðferð þeirra hafi verið sanngjörn og gætt hafi verið að rétti einstaklings við hana og hvort sanngjarns jafnvægis hafi verið náð milli allra hagsmuna sem vegast á.
The thesis title is: "Article 8 of the European Convention on Human Rights (ECHR) and the doctrine margin of appreciation ", but in the European Court of Human Rights’ case law there is a doctrine called the margin of appreciation. It refers to the fact that Member States of the ECHR have a certain margin of appreciation to fulfill the obligations of the Convention in certain cases. The European Court of Human Rights (the Court) has been criticized on the one hand for referring to the doctrine almost automatically in it´s case law and on the other hand conducting substantive assessment of the case when the states are entitled to a wide margin of appreciation. The author's research is about reviewing the Courts’ case law, which have attempted the doctrine in the light of Article 8. The main emphasis will be to find out what the real role of the Court is when the doctrine is in use. In addition, it will be made clear when Member States have a wide margin of appreciation and when it is limited. At first, the author briefly discusses the principles of interpreting the Convention, but the doctrine margin of appreciation is one of them. Next, the content of the doctrine will be explained and when it was first stated. Then a substantive content of Article 8 will be described. Finally, the author will seek to explain the judgments of his research and conclusions that can be drawn from them regarding the impact of the doctrine in the Courts’ case law. The authors' conclusion is that the Court has the power to make a final ruling on whether a restriction is compatible with the provisions of the Convention. He decides, on the basis of available data, whether the arguments submitted by the authorities of a Member State for his decision are relevant and sufficient. The Court also concludes whether the decision-making process leading to measures of interference was fair and afforded due respect to the interests safeguarded by Article 8.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
ML í lögfræði - Ákvæði 8. gr. MSE og svigrúm aðildarríkja til mats.pdf | 810.07 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |