is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28313

Titill: 
 • Mörk fjárdráttar og umboðssvika : með áherslu á ráðstöfun fjármuna
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Viðfangsefni ritgerðarinnar er könnun á mörkum fjárdráttarákvæðis 247. gr. og umboðssvikaákvæðis 249. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 (hgl.) með áherslu á ráðstöfun fjármuna og fjáröflun. Jafnframt er greint tilvikin þar sem efnissvið ákvæðanna fer saman. Til að greina mörkin eru borin saman efniseinkenni brotanna og verknaðarþættir fyrrgreindra ákvæða. Með þeim hætti er leitast við að svara hvers konar háttsemi felur í sér fjárdrátt eða umboðssvik þegar um ræðir sambærilega háttsemi. Til hliðsjónar er höfð túlkun á dönskum og norskum rétti.
  Ekki er unnt að ráða skýr mörk fram úr dómaframkvæmd hvað varðar fjárdrátt og umboðssvik. Almennt má segja að verknaðarandlag umboðssvika nái yfir andlag fjárdráttar en í þeim tilvikum getur efnissvið ákvæðanna farið saman. Helstu sameiginlegu verknaðaraðferðir fjárdráttar og umboðssvika eru millifærsla fjármuna af bankareikningi sem gerandi hefur umráð yfir eða notkun greiðslukorts umfram heimildir. Greinarmunur er eftir því hvort um er að ræða notkun kreditkorts eða notkun debetkorts. Þegar háttsemi felur í sér ólögmæta millifærslu fjármuna og notkun debetkorts má segja að yfirleitt fari efnissvið ákvæðanna saman en fer það eftir eðli úttektarreiknings og í eigu hvers móttökureikningur er.
  Í ákveðnum tilvikum eru mörk fjárdráttar og umboðssvika þau að fjárdráttur felst í tileinkun fjármuna ótengt starfi viðkomandi en umboðssvik felur í sér ráðstöfunin sem fer gegn hagsmunum eiganda fjármuna í tengslum við starf. Mörk ákvæðanna eru jafnframt þegar yfirfærsla fjármuna leiðir til fjárhagsskuldbindingar verknaðarþola en slíkt felur almennt í sér umboðssvik. Þau tilvik eru lánveiting eða umfangsmikil og flókin fjármálaráðstöfun sem fer umfram heimildir, tiltekin kreditkortanotkun sem leiðir til greiðsluskuldbindingar annars aðila eða yfirdráttur bankareiknings. Verknaðurinn felur þá í sér að verknaðarþoli verður bundinn til að greiða tilteknar fjárhæðir. Að auki má nefna þegar verknaðarandlag felst óhreyfanlegum verðmætum. Ætla má að eðli verknaðarandlags og vörsluskilyrði fjárdráttar skýri mörkin.

 • Útdráttur er á ensku

  The subject of this thesis includes an analysis on the boundaries of the embezzlement provision in Article 249 of the General Penal Code Act and the mandate fraud provision in Article 247 of the same act, with a focus on the acquisition and disposal of the assets in question. The cases where the scope of the two provisions overlap will be distinguished. To do that, the distinctive characteristics of the two offences and the elements of the respective sanction provisions are compared, with a view to reveal what kind of conduct involves embezzlement or mandate fraud in cases involving similar conduct. Account is also taken of interpretations of Danish and Norwegian law.
  A clear distinction cannot be made from case law between the boundaries of embezzlement and mandate fraud. In terms of the assets concerned, the scope of mandate fraud seemingly covers the entire scope of embezzlement. In these cases, the scope of the provisions can go together. The main common methods of embezzlement and mandate fraud are money transfers from a bank account, to which the perpetrator has access, or payment card usage that exceeds authority.
  A distinction is made between the usage of credit cards and debit cards. When an act involves an illegal transfer of money with a debit card, the scope of the two provisions generally go together. It also depends on the type of account transferred from and the owner of the account transferred to. In certain cases, the difference between embezzlement and mandate fraud is that embezzlement is the conversion of assets without any relation to a job or position, and mandate fraud is the conversion of assets in relation to a job or position. When transfer of assets leads to a financial commitment of the victim, it is regarded as mandate fraud. These are cases of money lending or extensive and complicated financial arrangements which exceeds authority, credit card usage that leads to a payment commitment of another, or over drafting a bank account. The act then involves that the victim is committed to pay specific amounts. When the assets consist of immovable valuables. The distinction should lie in the nature of the asset converted and the conditions of possession for embezzlement.

Samþykkt: 
 • 15.6.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/28313


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð 2017 pdf..pdf1.1 MBLokaður til...01.05.2057HeildartextiPDF