is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28314

Titill: 
 • Eiginfjáraukar : nýjar eiginfjárreglur í kjölfar efnahagshrunsins
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Viðfangsefni ritgerðarinnar er regluverkið sem snýr að eiginfjáraukum lánastofnana. Alþjóðlega efnahagskreppan árið 2008 afhjúpaði bresti í þáverandi regluverki um fjármálaþjónustu. Ljóst var að lánastofnanir voru ekki í stakk búnar til að takast á við þau vandamál sem komu upp í kjölfar kreppunnar. Var það talið stafa fyrst og fremst af því að reglum um gæði og magn eigin fjár var ábótavant. Í tilskipun 2013/36/ESB (CRD4) voru kynntir til sögunnar eiginfjáraukar sem lánastofnunum er eftir atvikum skylt að viðhalda umfram grunneiginfjárkröfu samkvæmt stoð I og viðbótareiginfjárkröfu samkvæmt stoð II. Hinum nýju reglum um eiginfjárauka er fyrst og fremst ætlað að auka viðnámsþrótt lánastofnana með strangari kröfum um eigið fé vegna kerfisáhættu. Í ritgerðinni verður greint frá Evrópuregluverkinu sem snýr að eiginfjáraukunum og hvernig staðið hefur verið að innleiðingu þeirra í íslenskan rétt. Þá verður rannsakað hvernig framkvæmd reglnanna er háttað hér á landi og hún borin saman við framkvæmd annarra ríkja innan Evrópska Efnahagssvæðisins.
  Þrátt fyrir að sumir þættir regluverksins um álagningu eiginfjáraukanna séu ófullkomnir og hafi sætt gagnrýni er regluverkið til þess fallið að auka viðnámsþrótt lánastofnana. Regluverkið tryggir lágmarkssamræmingu við framkvæmd eiginfjáraukanna þar sem eftirlitsaðilum er heimilað svigrúm við álagningu aukanna með hliðsjón af séreinkennum fjármálakerfis í viðkomandi ríki. Með þessum hætti tryggir regluverkið að kerfisáhættu sé mætt í hverju ríki fyrir sig og jafnframt að framkvæmd við álagningu eiginfjáraukanna sé samræmd á milli ríkja. Að mestu leyti hefur verið staðið vel að innleiðingu regluverksins hér á landi. Þó á eftir að innleiða vissa hluta þess auk þess eru einstök ákvæði óskýr. Til stendur að setja reglugerðir þar sem nánar verður kveðið á um álagningu eiginfjáraukanna. Þrátt fyrir það verður að telja að öllum helstu reglum og leiðbeiningum Evrópusambandsins hafi verið fylgt við álagningu eiginfjáraukanna. Jafnframt verður að telja að í samanburði við álagningu eiginfjárauka í ríkjum innan EES hafi verið staðið vel að álagningu eiginfjáraukanna á Íslandi og að hún taki eðlilegt mið af þeirri kerfisáhættu sem er til staðar innan íslenska fjármálakerfisins.

 • Útdráttur er á ensku

  The subject matter of this thesis is the legal framework on rules concerning the capital buffers for financial institutions. During the crisis which struck the global financial systems in 2008, it was apparent that the rules governing financial institutions were insufficient to deal with the difficulties following the crisis. A major concern was that the rules governing own funds of financial institutions were considered flawed. Subsequently, new EU rules were introduced governing the activity of financial institutions, the CRD4 directive. Five different capital buffers were introduced in CRD4 in which financial institutions are required to maintain in addition to own funds requirement under pillar I and pillar II. The capital buffers are meant to strengthen the resilience of financial institutions during financial hardships by strengthening their own funds requirement. Majority of the framework has been introduced into Icelandic legislation and the Financial Supervisory Authority has already required Icelandic banks to maintain capital buffers. To achieve understanding of the functionality of the capital buffers, the EU rules on the application of capital buffers will be considered. In addition, the implementation of the rules on capital buffers into Icelandic legislation will be reviewed. Finally, the application of the capital buffers in Iceland will be compared to implementation of capital buffers in other member states of the European Economic Area.
  The main conclusion in the thesis are the following. First, although some aspects of the rules on the capital buffers are imperfect and have been criticized, the capital buffers do increase the resilience of financial institutions substantially during financial hardships, if applied correctly. Competent authorities are expected to utilize discretionary powers in addition to mandatory rules when imposing the capital buffers. By doing so, minimum harmonization is reached while systemic risk can be effectively addressed. Second, the implementation of the rules concerning the capital buffers has been satisfactory in most cases, although in some cases it is lacking. However, it is expected that some of the rules, which have not been implemented, will soon be implemented into Icelandic legislation through regulatory acts. Third, the implementation of the capital buffers in Iceland is proportionate to the systemic risk that the Icelandic financial system currently faces.

Samþykkt: 
 • 15.6.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/28314


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerð LOKAÚTGÁFA.pdf1.38 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna