en English is Íslenska

Thesis (Master's)

Reykjavík University > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/28323

Title: 
 • Title is in Icelandic Jafnræði hluthafa og minnihlutavernd í einkahlutafélögum
Degree: 
 • Master's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Í þessari ritgerð er eins og yfirskrift hennar ber með sér fjallað um jafnræði hluthafa og vernd minnihlutaeigenda í einkahlutafélögum. Hlutafélög eru mikilvægt félagsform sem stuðlar að þátttöku borgaranna í atvinnurekstri og nýsköpun án þess að þeir þurfi að hætta til þess öllum eigum sínum. Hinn takmarkaða ábyrgð í hlutafélögum og einkahlutafélögum hefur mikilvæg jákvæð áhrif á atvinnu- og verðmætasköpun og þar með hagsæld í þjóðfélaginu.
  Hlutafélög eru af ýmsum stærðum og gerðum. Hlutafélagaformið hentar vel stærri félögum, en getur verið íþyngjandi og stirt fyrir minni félög. Með einfaldari löggjöf fyrir minni félög – einkahlutafélög var leitast við að örva efnahagslegan vöxt með hentugu félagsformi fyrir lítil fyrirtæki. Löggjöf um einkahlutafélög er sprottin úr löggjöf um hlutafélög. Fyrirmynd að lagasetningu hér á landi er sótt til Norðurlandanna og Evrópu, en þar eru fordæmi fyrir aðgreindum lagabálkum fyrir misstór félög. Í lögum um hlutafélög er hugað að rétti minnihlutaeigenda til að tryggja að jafnræði sé milli hluthafa og að þeir standi sem jafnast að vígi að teknu tilliti til hlutafjáreignar. Með einfaldara formi einkahlutafélaga skapast nýjar hættur í þessu efni sem huga verður að þannig að jafnræði verði með hluthöfum og gætt sé hagsmuna þeirra allra jafnt við rekstur félagsins og með því að vernda rétt minnihlutahópa.
  Ritgerðin hefst á að lýst er einkennum einkahlutafélaga og stjórnskipulagi þeirra. Fjallað er um jafnræði hluthafa og tilgang þess. Lýst er þróun hugmynda um jafnræði hluthafa og núgildandi reglum svo og að hin takmarkaða ábyrgð þarf að vera studd lagaumgjörð og regluverki sem stuðlar að trausti og tiltrú almennings og fjárfesta. Fjallað er um bann við ótilhlýðilegum ákvörðunum og ráðstöfunum. Lýst er einstaklingsbundnum hluthafarétti og upplýsingarétti hluthafa. Að lokum er fjallað um lagaleg úrræði minnihlutaeigenda ef þeir telja á sér brotið.
  Höfundur komst að því að réttur minnihluta í einkahlutafélögum er nokkuð sterkur á Íslandi og staða hans er almennt ekki lakari en á hinum Norðurlöndunum. Einnig að ýmis lagaákvæði veita hverjum og einum hluthafa ýmis réttindi og úrræði sem hann getur beitt einn.
  Höfundur komst að því að lagaraminn tekur tillit til mismunandi stöðu hluthafa, veitir minnihlutavernd og að löggjafinn gerir sér grein fyrir að minnihlutinn getur átt í vök að verjast og að hætt er við að réttur hans sé sniðgenginn ef ekki er sterk minnihlutavernd. Höfundur komst einnig að því að innan lagarammans eru úrræði fyrir minnihluta sé á honum brotið og að minnihlutavernd hefur styrkst talsvert á síðustu árum.
  Lokaniðurstaða höfundar er að mikilvægt sé að lagaumgjörðin veiti minni hluthöfum vernd gegn ráðandi hluthöfum, en á sama tíma má réttur hans ekki vera of rúmur, því það getur leitt til misnotkunar. 

Accepted: 
 • Jun 19, 2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/28323


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
ML ritgerð - Margrét Herdís Halldórsdóttir.pdf705.77 kBOpenHeildartextiPDFView/Open