is Íslenska en English

Lokaverkefni

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Kandídatsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28324

Titill: 
 • Meðferð á þriðja stigi fæðingar: Konur í lítilli hættu á blæðingu
 • Titill er á ensku Management in the third stage of labour: Women at low risk of postpartum bleeding
Útdráttur: 
 • Virk meðferð er algeng á þriðja stigi fæðingar þegar kona fæðir á spítala. Þetta á líka við þegar konan er í lítilli hættu á blæðingu og fæðir eðlilega og án inngripa. Verkefnið er fræðileg samantekt og leitast var við að svara rannsóknarspurningunni: Hvaða meðferð á þriðja stigi fæðingar er best fyrir konur sem eru í lítilli hættu á blæðingu og fæða án inngripa á spítala? Gerð var heimildaleit í gagna-grunnunum PubMed, Google Scholar og Scopus. Leitarorðin voru þriðja stig fæðingar, virk meðferð, lífeðlisfræðileg meðferð og lítil áhætta. Þau voru notuð í ýmsum samsetningum. Ljósmæður þurfa að þekkja lífeðlisfræði fæðingar og kunna að veita lífeðlisfræðilega og virka meðferð á þriðja stigi fæðingar. Blæðing eftir fæðingu telst alvarleg ef hún er meiri en 1000 ml. Heilbrigðar konur í þróuðum löndum fá fæstar klínísk einkenni eftir 1000 ml blæðingu. Verklagsreglur Landspítalans mæla með virkri meðferð á þriðja stigi fæðingar. Erlendar leiðbeiningar mæla flestar með virkri meðferð á þriðja stigi fæðingar. Cochrane yfirlit og klínískar leiðbeiningar The Royal College of Midwives leggja áherslu á fræðslu og upplýst val um meðferð á þriðja stigi fæðingar. The Royal College of Midwives gefur leiðbeiningar um framkvæmd lífeðlis-fræðilegrar meðferðar.
  Niðurstöðurnar benda til þess að lífeðlisfræðileg meðferð sé örugg fyrir konur sem eru í lítilli hættu á blæðingu og fæða án inngripa óháð fæðingarstað. Það er aukin tíðni fastrar fylgju hjá þessum hópi ef virk meðferð er notuð. Samdráttarlyf virka betur sem meðferð við blæðingu eftir fæðingu ef þau hafa ekki verið notuð fyrirbyggjandi á þriðja stigi fæðingar hjá þessum hópi. Ef bað er notað sem verkjastilling í fæðingu er virk meðferð á þriðja stigi tengd aukinni blæðingu eftir fæðingu hjá þessum hópi.
  Þörf er á að uppfæra íslenskar verklagsreglur um þriðja stig fæðingar. Gagnlegt væri að gera rannsóknir á viðhorfum til og þekkingu á meðferð á þriðja stigi fæðingar hjá íslenskum ljósmæðrum. Einnig að rannsaka meðferð á þriðja stigi fæðingar og tíðni blæðingar eftir fæðingu hér á landi.
  Lykilorð: Þriðja stig fæðingar, virk meðferð, lífeðlisfræðileg meðferð, blæðing eftir fæðingu, lítil áhætta.

 • Útdráttur er á ensku

  Active management in the third stage of labour is common practice in hospital births. Active management is also common when the woman is at low risk of postpartum bleeding and has a natural birth without interventions. The aim of this literature review is to answer the following research question: What is the best third stage management for women at low risk of postpartum bleeding who give birth without interventions in a hospital?
  A literature search was done using PubMed, Google Scholar and Scopus. The search phrases used were: third stage of labour, active management, physiological management and low risk. Multiple combinations of the search phrases were used.
  Midwives need to know the physiology of birth and be competent in physiological and active management of the third stage of labour. Postpartum bleeding is considered severe if it is more than 1000 ml. Very few healthy women in developed countries show clinical signs of bloodloss after a postpartum bleed of 1000 ml.
  The clinical guidelines published by the National University Hospital in Iceland recommend active management in the third stage of labour. Most international guidelines recommend active management in the third stage of labour. A Cochrane systematic review and evidence based guidelines from The Royal College of Midwives emphasize educating women and making sure they can make an informed choice in management in the third stage of labour. The Royal College of Midwives gives instructions on how to provide physiological management.
  The conclusions of this literature review indicate that physiological management is safe for women at low risk of postpartum bleeding who give birth without interventions regardless of place of birth. Manual removal of the placenta is more likely with active management for this group of women. Uterotonics are more effective when used theraputically for excessive bleeding when the woman has not had prophylactic uterotonics in the third stage of labour. Women who use a bath as pain relief have more postpartum bleeding if they are actively managed in the third stage of labour when compared to women who have physiological management. Icelandic guidelines for management of the third stage of labour need to be updated. Suggested research includes exploring icelandic midwives' attitudes towards and knowledge of third stage management and researching third stage management and rate of postpartum bleeding in Iceland.
  Keywords: Third stage of labour, active management, physiological management, postpartum bleeding, low risk.

Samþykkt: 
 • 19.6.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/28324


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
asta_dan_yfirlysing.pdf575.77 kBLokaðurYfirlýsingPDF
asta_dan_lokaritgerd_ljosmodurfraedi.pdf317.7 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna