is Íslenska en English

Lokaverkefni

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Kandídatsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28327

Titill: 
  • Gangsetning hraustra kvenna án áhættuþátta vegna meðgöngulengdar: Fræðileg samantekt
  • Titill er á ensku Induction of labor for healthy women without risks because of prolonged pregnancy: Literature review
Útdráttur: 
  • Rannsóknir hafa bent til þess að líkur á burðarmálsdauða aukast eftir 38 vikna meðgöngu og aukast enn frekar með hverri viku eftir það. Þess vegna er konum almennt boðin gangsetning á viku 41-42. Líkur á burðarmálsdauða fara úr 2-5 af hverjum 10.000 fæðingum á viku 38-40 upp í um 10 af hverjum 10.000 fæðingum á viku 42.Gangsetning er þó ekki hættulaus kostur og getur aukið líkur á að fæðing endi með keisaraskurði og því fylgir ýmis áhætta bæði fyrir móður og barn. Ýmsar aðferðir hafa verið prófaðar til að spá fyrir um hvort gangsetning sé ákjósanlegur kostur eða ekki og er Biskupskvarðinn notaður í þeim tilgangi hér á landi.Verkefnið er fræðileg samantekt og var tilgangur þess að athuga kosti og galla þess að heilbrigðar konur í eðlilegri meðgöngu gangi með barn fram yfir 42 vikur miðað við að framkalla fæðingu á viku 41-42. Tilgangurinn var einnig að fjalla um upplýst val kvenna í sambandi við gangsetningu vegna lengdrar meðgöngu og upplýsingaskyldu sem hvílir á fagfólki í því sambandi.Verkefnið er byggt á 36 heimildum og niðurstöður samantektarinnar benda til þess að líkur á burðarmálsdauða aukist upp úr 40. viku meðgöngu. Einnig aukast líkurnar á barnabiki í legvatni. Líkur á burðarmálsdauða eru þó mjög litlar og heimildir ekki mjög sterkar. Ef allar hraustar konur eru gangsettar á viku 41-42 eins og Alþjóða heilbrigðismálastofnunin og NICE-leiðbeiningarnar segja til um, er mögulega hægt að fyrirbyggja 1 tilfelli af burðarmálsdauða fyrir hverjar 1000 meðgöngur sem vara lengur en 41-42 vikur, en mikinn fjölda gangsetninga þarf til að fyrirbyggja eitt tilfelli.Niðurstöður benda einnig til þess að konur vilji hafa val. Þær vilja fá upplýsingar um möguleika sína og kosti þeirra og galla svo þær geti tekið upplýsta ákvörðun. Það er á ábyrgð ljósmóður að gefa nægilegar og skýrar upplýsingar til að gera konum kleift að velja.

  • Útdráttur er á ensku

    Research has shown that the odds of perinatal death increases after the 38th week of pregnancy, and continues to rise every week thereafter. For this reason, women are usually offered induction of labour at week 41-42. The odds of perinatal mortality rise from 2-5 out of 10.000 births at week 38-40 to 10 out of 10.000 births at week 42.Induction of labour is not without risks though and can raise the odds of getting a cesarean section as well as raising other risks to both the mother and the baby. Different approaches have been tested to predict whether an induction is likely to be successful or not and for that purpose, the Bishop score has been used in Iceland. The purpose of this literature review was to find out the pros and cons of healthy women in a low risk pregnancy who continue the pregnancy beyond 42 weeks versus having the labour induced at week 41-42. The purpose was also to consider womens informed choice when it comes to labour induction where the only indication is prolonged pregnancy and the obligation of healthcare professionals to provide information. The assignment is built on 36 sources. The results of this literature search show that the odds of perinatal death increases every week after the 38th week of pregnancy. The odds of mecconium staining are increased as well. The odds of perinatal death are very low though, and the evidence is weak. If all healthy, low risk women have their labours induced between week 41 and 42 like the World Health Organization and the NICE guideines recommend, it might be possible to prevent 1 perinatal death for every 1000 pregnancies that go beyond 41-42 weeks, but large numbers of inductions are needed to prevent one perinatal death.The results also show that women want to have the choice. They want information about their possibilities and all the pros and cons of them so they can make informed decisions. It is the midwifes responsibility to provide women with enough of accurate information to give women the ability to choose what is right for them.

Samþykkt: 
  • 19.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28327


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefnið-Lydia (1).pdf511.35 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf38.1 kBLokaðurYfirlýsingPDF