Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/28329
Markmið þessarar ritgerðar er að gera grein fyrir samspili gagnagnóttar og samkeppnislaga á stafrænum mörkuðum. Ritgerðin ber heitið „Samkeppnislög og gagnagnótt – Hlutverk gagna á stafrænum mörkuðum og samspil persónuverndarreglna og samkeppnislaga“.
Fordæmalaust magn gagna er til í heiminum í dag og eru fyrirtæki í auknum mæli að aðlaga starfsemi sína að þeim veruleika. Gagnagnótt nýtist einkum tilteknum fyrirtækjum starfandi á stafrænum mörkuðum, svonefndum netvettvöngum. Í ritgerðinni er kannað hvernig fara skuli að því að meta markaðsstyrk netvettvanga. Í því samhengi er farið yfir það hvort aðgangshindranir að viðkomandi mörkuðum séu miklar í ljósi megineinkenna markaða þeirra sem netvettvangar starfa á og fyrir tilstuðlan gagnagnóttar.
Jafnframt er gerð athugun á möguleikum netvettvanga til þess að misnota markaðsráðandi stöðu sína. Slík misnotkun getur t.d. falið í sér að hindra aðgang keppinauta að gögnum. Þar sem þær upplýsingar sem netvettvangar afla frá notendum eru að miklu leyti persónuupplýsingar er jafnframt gerð athugun á því hvort líta ætti til sjónarmiða um persónuvernd við mat á samkeppnislegum áhrifum. Kannað verður hvort netvettvangar geti talist misnota markaðsráðandi stöðu sína með óhóflegri söfnun persónuupplýsinga eða misbeitingu slíkra upplýsinga. Loks er athugað hvort aðlaga þurfi samkeppnislög til þess að geta tekið á þeim álitaefnum sem gagnagnótt felur í sér.
Helstu niðurstöður eru að gögn geta verið mikilvæg eign eða aðföng fyrirtækja og taka ætti tillit til gagnagnóttar við mat á markaðsstyrk netvettvanga. Þá er vernd persónuupplýsinga ekki sjálfstætt markmið samkeppnislaga en mögulegt er að líta til slíkra sjónarmiða við mat á samkeppnislegum áhrifum ef notendur líta á persónuvernd sem mikilvægan þátt í samkeppni og aðilar keppa raunverulega á þeim þætti að umtalsverðu leyti. Samkeppnislög virðast vera í stakk búin til þess að takast á við flest þau álitaefni er gagnagnótt felur í sér.
The goal of this thesis, which is named "Competition law and big data – The role of data in digital markets and the interplay between data protection rules and competition law", is to shed light on the interplay between competition law and big data in digital markets. An unprecedented amount of data is available in the world today and companies are increasingly adapting their business model in order to collect data. This thesis will use the term "online platforms" for these companies, which usually operate on two- or multisded markets. The thesis aims to shed light on how to assess the market power of online platforms with regards to entry barriers, by taking into account the characteristics of their respective markets and the role of big data. Possible exclusionary abuse of dominance will be examined, whereby online platforms restrict their competitors‘ access to data. Furthermore, because the data that online platforms acquire from users mainly consists of personal data, exploitative abuse of dominance in the form of excessive collection or misuse of personal information will also be examined. In that context this thesis examines whether privacy and data protection is, or should be, a distinctive goal of competition law. Furthermore, the thesis will examine whether competition law need to be adjusted in order to effectively address the issues regarding big data. The author concludes that big data can be an important asset, or an input, for online platforms and can increase their market power, and should thus be regarded as such in when applying competition law. Furthermore, the author concludes that competition authorities should not focus on privacy and data protection as such, when applying competition law, unless users value privacy rights and competition actually takes place on privacy dimensions. Finally, the author concludes that competition law can address most of the issues regarding big data.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Samkeppnislög og gagnagnótt.pdf | 849.47 kB | Locked Until...2050/05/12 | Heildartexti |