is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28333

Titill: 
 • Óheimilar úthlutanir fjármuna frá einkahlutafélögum til stjórnenda þeirra : afleiðingar og viðurlög
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Ætla má að á hverju ári fari gríðarlegir fjármunir úr höndum félaga í hendur hluthafa og annarra stjórnenda þeirra. Oftast er væntanlega um að ræða lögmæta tilfærslu fjármuna, svo sem í formi arð- og launagreiðslna. Slík tilfærsla hefur það í för með sér að greidd eru af þeim opinber gjöld og allar upplýsingar eru uppi á borðum. Þó finnast svartir sauðir sem ákveða að spila ekki eftir reglunum. Þannig eru til ýmis dæmi um að stjórnendur nýti sér félög sín á ólögmætan hátt til einkanota, með því að ganga í fjármuni án heimildar, líkt og um þeirra persónulegu fjármuni sé að ræða. Það hefur í för með sér að engin opinber gjöld eru greidd af slíkum úttektum ásamt því að aðrir sem standa fyrir utan félagið, s.s. kröfuhafar þess, eiga það í hættu að sitja eftir með sárt ennið.
  Ritgerð þessi fjallar um þær heimilu jafnt sem óheimilu aðferðir sem beitt er við úthlutanir, sem miða að því að færa fjármuni frá félögum og í hendur stjórnenda þeirra. Reynt er að svara því hvaða skilyrði samkvæmt lögum þurfa að vera fyrir hendi svo að úthlutun til stjórnenda einkahlutafélaga sé heimil. Ennfremur er skoðað hvaða ólögmætu aðferðir hafa verið reyndar og hvaða afleiðingar þær hafa í för með sér. Að lokum er varpað ljósi á hverjar afleiðingar óheimilla úthlutana eru fyrir þann sem slíka háttsemi viðhefur. Við þessa yfirferð er litið til dómaframkvæmdar og úrskurða skattyfirvalda.
  Höfundur telur að reglur um úthlutanir úr einkahlutafélögum séu að mestu leyti skýrar, sbr. 73. gr. laga um einkahlutafélög og að þröngar takmarkanir á úthlutunum eigi fyllilega rétt á sér. Mikilvægt er að vernda hagsmuni kröfuhafa og aðra tengda félögum að ógleymdu félaginu sjálfu. Þegar meginreglan um félag sem sjálfstæða persónu að lögum er höfð í huga verður það skýrara hvers vegna svo strangar reglur gilda um úthlutun fjármuna úr einkahlutafélögum. Höfundur telur jafnframt að reglur um afleiðingar vegna óheimilla úthlutana mættu vera skýrari í ljósi þess ósamræmis sem gætir í sambærilegum málum.

 • Útdráttur er á ensku

  Every year, an enormous amount of funds is taken out of companies and put into the hands of its shareholders and other managers. Usually there is an authorized transfer of funds, such as payments of dividends and wages. Such a legitimate transfer entails the payment of taxes and other official fees and transparency of information. However, there will always be black sheeps who find themselves incapable of playing by the rules. Thus there are a number of examples of managers utilizing their companies unlawfully for their own personal gain, by using the companies funds as their own. This means that no official fees are paid and those with interest such as creditors are at risk.
  This thesis aims to explain the methods used for allocations, authorized as well as unauthorized, which aim to transfer funds from private limited companies and to their administrators. Attempt is made to answer what provisions by law must be fulfilled so that such an allocation is permitted. Furthermore, the unauthorized methods that have been attempted are contemplated and to what results. Finally, the consequences and sanctions of such unauthorized allocations is examined. In this thesis reference is made to relevant case law and to the ruling of tax authorities.
  The author believes that the rules on allocation of funds from private limited companies are largely clear cf. the 73. article of the Icelandic private limited companies Act. It is important to protect creditors and other affiliated to the company as well as the company itself. When considering the principle of the company as a separate legal entity it becomes clearer why such strict rules apply to such allocations of funds. The author also believes that rules regarding the consequences of unauthorized allocations could be clarified in view of the inconsistencies that may arise in similar cases.

Samþykkt: 
 • 19.6.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/28333


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ML-Ritgerd Sigmar Pall.pdf2.14 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna