is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28334

Titill: 
  • Þjóðaröryggisráð og virk aðgerðastjórnun á neyðartímum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Rannsóknarefni ritgerðarinnar er tvíþætt: Þjóðaröryggisráð og virk aðgerðastjórnun á neyðartímum. Þjóðaröryggisráð var stofnað með sérstökum lögum árið 201og rannsakað er hverjar valdheimildir þess séu og hlutverk. Einnig verður litið til þess sem kalla má virka aðgerðastjórnun á neyðarstundu, það er með hvaða hætti stjórnskipanin virkar þegar sannanlegt neyðarástand er í samfélaginu. Í ritgerðinni er litið til íslenskra þjóðaröryggismála út frá sjónarhóli lögfræðinnar. Litið er á helstu réttarheimildir og aðkomu mismunandi valdhafa að málaflokknum. Sérstök umfjöllun er um afmarkaða þætti þjóðaröryggisstefnunnar frá 2015, almannavarnalög, varnamálalög og stjórnskipulegan neyðarrétt ásamt fleiri atriðum. Niðurstöður ritgerðarinnar eru þær að Þjóðaröryggisráð er tiltölulega óformuð stjórnsýslueining með afar takmarkaðar valdheimildir, hlutverk þess er fyrst og fremst að marka stefnu. Virk aðgerðastjórnun er nær eingöngu miðuð út frá því sem kalla má „hefðbundnar― ógnanir við þjóðaröryggi, svo sem jarðvár. Aðgerðastjórnunin gerir enn fremur ráð fyrir að aðkoma stjórnmálamanna sé í algeru lágmarki. Slíkt getur þó valdið óþarfa vandræðum þegar hin aðkallandi þjóðarógn er þess eðlis að lausn hennar sé að einhverju leyti háð pólitískum ráðum. Engin miðlægur staður er formlega til staðar í slíkum aðstæðum, líkt og þekkist í nágrannalöndunum þar sem starfrækt eru sérstakar þjóðaröryggiseiningar með breiðari aðkomu stjórnmálamanna og embættismanna auk valdheimilda og úrræða til samræmis. Í dæmaskyni um þetta er fjallað um hvernig stjórnskipanin tókst á við efnahagshrunið haustið 2008 þar sem berlega kom í ljós að engir formlegir ferlar voru til staðar til að bregðast hratt við aðsteðjandi vandræðum.

  • Útdráttur er á ensku

    The subject of this thesis is twofold. The Icelandic National Security Council, which was established with an act from 2016, and Iceland’s active crisis management. The aim of this thesis is to ask the question; what is the Icelandic security council’s authority and its role? On the other hand, the aim of the thesis is to look into what could be referred to as active crisis management, that is, how it is conducted constitutionally when there is undoubtedly a serious threat to the society? This thesis will focus on Icelandic national security from a legal perspective. This will be done by examining the major sources of law and the role of different sources of power on the matter. Individual parts of the 2015 Icelandic national security policy will be examined alongside the emergency act, the defence act and emergency constitutional derogations. The findings of this thesis are that the national Security Council is considerably unstructured with very limited powers and its role is first and foremost policy making. Active crisis management is almost solely designed to address ―conventional― threats of national security such as natural disasters. The crisis management framework is furthermore designed to keep political involvement at the bare minimum. This can be problematic when the crisis at hand is of that nature that political solutions are necessary as a whole or partly. There is no formal centralized platform at hand for those kind of crisis as is known in neighboring states, where different aspects of the government can assemble and harmonize responses. As an example of this, the thesis looks in to the crisis management of the financial crisis of 2008 where those gaps in the system were apparent.

Samþykkt: 
  • 19.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28334


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Þjóðaröryggisráð og virk aðgerðastjórnun á neyðartímum.pdf1.31 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna