is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28335

Titill: 
 • BEPS : milliverðlagning óefnislegra eigna og skjölun slíkra viðskipta
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Þann 5. október 2015 voru lokadrög af 15 skýrslna aðgerðaráætlun Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) um eyðingu skattstofna og tilfærslu hagnaðar (BEPS) gefin út. Leiðbeiningar um milliverðlagningu á óefnislegum eignum og skjölun slíkra viðskipta var breytt umtalsvert með tilkomu BEPS. Í ritgerðinni verður skoðað innihald BEPS nr. 8-10 og 13 í ljósi þessara breytinga. Jafnframt verður skoðað regluverk hérlendis í samanburði við Danmörk, Noreg og Svíþjóð.
  Helstu breytingar sem BEPS nr. 8-10 og 13 kynna til leiks eru: (1) Nýtt áhættugreiningarferli sem á að auðvelda skattyfirvöldum að meta hvaða félag í tengdum viðskiptum sannanlega stjórnar og gengst undir áhættu. (2) Ný þríþætt skilgreining á óefnislegum eignum. (3) Breyttar leiðbeiningar um milliverðlagsaðlögun, sem lýsir sér þannig að þóknun út frá nýtingu á óefnislegri eign á að fara til þeirra félaga sem stuðla að verðmætasköpun. Það eru þau félög sem sinna mikilvægum hlutverkum, nýta eignir eða undirgangast áhættu í tengslum við þróun, endurbætur, viðhald, verndun eða nýtingu á óefnislegri eign. (4) Breyttar leiðbeiningar um hagnaðarskiptingaraðferðina. (5) Nýjar leiðbeiningar um óefnislegar eignir sem erfitt er að verðmeta. (6) Nýjar leiðbeiningar um innleiðingu og framkvæmd á ríki-fyrir-ríki skýrslu. (7) Að lokum nýjar leiðbeiningar um innleiðingu og framkvæmd á aðal- og staðarskýrslu.
  Á Íslandi hafa engar breytingar verið gerðar á skattalögum frá útgáfu BEPS, að undanskildu ákvæði 91. gr. a. um ríki-fyrir-ríki skýrslu í lögum um tekjuskatt nr. 90/2003 og reglugerð nr. 1166/2016 um skil á ríki-fyrir-ríki skýrslu.
  Ákvæði 3. ml. 8. gr. reglugerðar nr. 1180/2014 vakti athygli vegna orðalags sem er séríslenskt. Þar segir að skjölunarskylt félag skuli veita upplýsingar um líklegt endursöluverð og núvirði væntra framtíðartekna óefnislegu eigna sinna. Ákvæðið er virkilega rúmt og fer í raun gegn markmiðum BEPS nr. 13 sem er að auka gagnsæi. Í ritgerðinni eru gerðar tillögur að breytingum á ákvæðinu sem er í samræmi við BEPS nr. 13 ásamt fleiri tillögum.
  Að lokum eru málsmeðferðarúrræði hérlendis vegna milliverðlagsmála af skornum skammti í samanburði við Danmörk, Noreg og Svíþjóð. Slíkt hið sama má segja um framkvæmd á milliverðlagsreglum, sem er lítil sem engin hérlendis, í samanburði við Danmörku og Noreg.

 • Útdráttur er á ensku

  The final reports under the Base Erosion and Profit Shifting (BEPS) project was released on 5th October 2015 by the Organization for Economic Cooperation and Development (OECD). With introduction of BEPS the guidelines on transfer pricing on intangibles and documentation was changed significantly. This thesis will review the contents of BEPS no. 8-10 and 13 in light of these changes. In addition, the regulatory framework in Iceland will be examined in comparison with Denmark, Norway and Sweden.
  The main changes that BEPS no. 8-10 and 13 introduces are: (1) New risk analysis process that will facilitate tax authorities to assess, which affiliate company in controlled transaction, assumes and controls the risk. (2) Threefold definition of intangible assets. (3) Changed guidelines for transfer pricing adjustments, which include that remuneration from the use of intangible assets should go to those companies that contribute to value creation. These are the companies that perform important activities, use assets or assume risk associated with development, enhancement, maintenance, protection and exploitation of the intangible. (4) Changed guidelines regarding transactional profit split method. (5) New guidelines on hard to value intangibles. (6) New guidelines for implementation of Country-by-Country reporting. (7) Finally, new guidelines for implementation of master file and local file.
  In Iceland, no changes have been made to tax laws from the issue of BEPS, with the exception of Article 91. a. on Country-by-Country reporting in the Income Tax Act no. 90/2003 and Regulation no. 1166/2016 on Country-by-Country reporting.
  The third sentence of Article 8 Regulation no. 1180/2014 did attract attention because of the wording of which is unique to Iceland. It states that documentation required company should provide information on the likely resale price and the present value of expected future revenue from its intangible assets. The provision is wide and goes against the goals of BEPS no. 13, which is increasing transparency. The thesis proposes amendments to the provision that complies with BEPS no. 13 along with more suggestions.
  Finally, the procedural remedy in Iceland for transfer pricing cases are limited in comparison with Denmark, Norway and Sweden. The same can be said regarding execution of transfer pricing rules, which is negligible in comparison to Denmark and Norway.

Samþykkt: 
 • 19.6.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/28335


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistararitgerð-TryggviRúnar.pdf2.59 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna