Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/28336
Viðfangsefni ritgerðarinnar eru skattalegar áskoranir stafræna hagkerfisins varðandi beina skattlagningu. Stafræna hagkerfið og þær öru tækniþróanir sem því fylgja hafa haft í för með sér fjölda skattalegra áskoranna, einna helst á sviði alþjóðlegs skattaréttar. Alþjóðlegur skattaréttur virðist ekki hafa náð að halda í við hraðar tækniþróanir og hafa þess vegna vaknað upp spurningar hvort að grundvallarforsendur hans séu enn viðeigandi í stafræna hagkerfinu. OECD reyndi að koma til móts við þessar áskoranir með því að gera skattalegar áskoranir stafræna hagkerfisins að aðgerð 1 í aðgerðaráætlun þess gegn rýrnun skattstofns og tilfærslu hagnaðar (BEPS), en niðurstöður lokaskýrslu aðgerðar 1 verða teknar til skoðunar í ritgerðinni.
Markmið ritgerðarinnar er þríþætt. Markmiðið er í fyrsta lagi að leitast svara við því hvað felst í hugtakinu stafrænt hagkerfi, í öðru lagi að afmarka helstu skattalegar áskoranir stafræna hagkerfisins varðandi beina skattlagningu og í þriðja lagi að leggja mat á úrlausnir lokaskýrslu aðgerðar 1, meðal annars með því að meta áhrif þeirra á íslenskan rétt þar sem á við og með því að ákvarða hvort raunhæft sé að beita úrlausnunum í framkvæmd. Auk þess verða einnig teknar til skoðunar aðrar úrlausnir sem ekki koma fram í lokaskýrslu aðgerðar 1 og lagt sambærilegt mat á þær.
Skoðun höfundar leiddi í ljós að BEPS aðgerðaráætlun OECD leysti að mörgu leytinu til ekki með fullnægjandi hætti úr skattalegum áskorunum stafræna hagkerfisins. Það er mat höfundar að þörf hafi verið á sérstökum aðgerðum en úrlausnir lokaskýrslu aðgerðar 1 varða oft á tíðum stafræna hagkerfið ekki með beinum hætti. Auk þess eru þær úrlausnir sem taka beint á vandanum háðar ákveðnum vanköntum og almennt ekki nægilega markvissar. Ljóst er að frekari vinna þarf að fara fram á næstu árum til að takast á við skattalegar áskoranir stafræna hagkerfisins en mikilvægt er að ríki taki sameiginlega þátt í þeirri vinnu.
The subject of this thesis are the tax challenges of the digital economy regarding direct taxation. The digital economy and the rapid technological developments it carries have brought forth number of tax challenges, mainly regarding international taxation. The rules of international taxation have not kept up with technological developments and questions have therefore been raised whether fundamental principles are still relevant today in the digital economy. OECD tried to confront these challenges by making the tax challenges of the digital economy action 1 in its base erosion and profit shifting project (BEPS), but the main conclusions contained in the final report on action 1 will be examined in this thesis.
The aim of this thesis is threefold. The aim is firstly to find out what the concept digital economy consists of, secondly to define the main tax challenges of the digital economy regarding direct taxation and thirdly to evaluate the measures found in OECD’s final report on action 1 by comparing them to Icelandic law and determining whether they could reasonably be applied. In addition, other measures that were not considered in the final report on action 1 will be evaluated in an equivalent manner.
The author‘s examination revealed that OECD‘s BEPS project did in many ways not sufficiently address the tax challenges of the digital economy. It is the author‘s view that specific actions were needed, however the measures contained in the final report on action 1 often do not specifically concern the digital economy. Additionally, other measures that actually address the problems have certain shortcomings and are in general not fully thought out. It is therefore clear that further work is needed to sufficiently address the tax challenges of the digital economy and it is of high importance that states jointly participate in these developments.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
ML-Ritgerð.pdf | 955.4 kB | Open | Heildartexti | View/Open |