Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/28338
Ritgerð þessi ber heitið: Úthlutanir úr hlutafélögum: Markmið, túlkun og beiting reglna er varða ráðstafanir úr sjóðum hlutafélaga til hluthafa.
Úthlutun fjármuna til hluthafa er án efa einn mikilvægasti þátturinn í rekstri hlutafélaga. Lagaumhverfið sem myndar rammann um þær reglur er varða ráðstafanir úr sjóðum hlutafélaga hefur tekið sífelldum breytingum undanfarin ár. Breytingarnar hafa haft í för með sér óvissu um heimildir hlutafélaga til að úthluta fjármunum til hluthafa. Markmið ritgerðarinnar er fjórþætt. Í fyrsta lagi að upplýsa lesandann um heimildir hlutafélaga til að úthluta fjármunum til hluthafa. Í öðru lagi að varpa ljósi á tengsl hlutafélagalaga, skattalaga og ársreikningalaga þegar kemur að úthlutunarheimildum hlutafélaga. Í þriðja lagi gera ítarlega grein fyrir skattalegri meðferð fjármuna hlutafélaga í þeim tilgangi að skýra mögulega hvata hluthafa til þess að komast undan henni og hvaða leiðir hafa mest verið notaðar. Í fjórða lagi skýra hvaða afleiðingar það hefur að úthluta fjármunum úr hlutafélögum til hluthafa andstætt framangreindum reglum.
Niðurstaða framangreindra þátta leiddi í ljós að umfangsmikið regluverk gildir í kringum úthlutun fjármuna frá hlutafélögum til hluthafa þeirra. Hlutafélagalögin sem og ársreikningalögin kveða á um þær ráðstöfunarheimildir hlutafélaga úr sjóðum þeirra til hluthafa. Markmið reglna er varða úthlutanir úr hlutafélögum var, er og mun ávallt vera að finna jafnvægi á milli hagsmuna hluthafa og kröfuhafa. Væri ekki fyrir reglurnar gætu hluthafar í skjóli takmarkaðrar ábyrgðar knúið fram greiðslur úr hlutafélaginu kröfuhöfum til tjóns. Svipuð sjónarmið endurspeglast í ákvæðum skattalaga en þar er að finna helstu viðurlög við því að úthluta fjármunum úr hlutafélagi í bága við framangreindar reglur.
One of the most important aspects of corporations is the distribution of wealth to its shareholders. The legal framework regarding allocations from corporate funds has changed in recent years. These changes have developed some uncertainty in regards to the basis of distribution from a corporation to its shareholders. This thesis, which bears the name: Distributions from corporations: Objectives, interpretation and the exercise of the rules that regard the allocations of corporate funds to shareholders, has four main objectives. First, to enlighten the reader about what can be a legal basis for a distribution of a corporation's wealth to shareholders. Second, to shine light upon the relationship between certain legislations, Act no. 79/2008 on auditors and Act no. 2/1995 respecting Public Limited Companies, in particular. Third, to expound the rules regarding the taxation of a corporation's wealth to clarify the impetus of shareholders and their most likely methods to evade it. Fourth and finally to clarify the consequences of infringing aforementioned rules.
The accomplishment of these objectives revealed that an extensive legal frame applies to distributions to shareholders. The Icelandic company act and the act on auditors provide the comprehensive rules about the allocations of funds, especially when it comes to distributions to shareholders. The main reason for these rules is to find a silver lining between the interests of the shareholders and the creditors of the company. Without them, the shareholders could, in the light of their limited liability, easily force payment from the company thus harming the company creditors. The taxation act has a similar angle. When a distribution goes against these established rules the taxation act provides tax authorities with the tools to fully tax the payments. The taxation act, therefore, serves as a restraint foroshareholder and managers to abide the aforementioned rules regarding distributions.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Úthlutanir úr hlutafélögum - FINAL PDF (secured).pdf | 477,93 kB | Lokaður til...01.01.2030 | Heildartexti |