is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/28341

Titill: 
 • Notkun straumlínustjórnunar hjá íslenskum skipulagsheildum
 • Titill er á ensku The use of Lean Management within Icelandic organizations
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Markmið þessarar rannsóknar er að kanna hvernig íslenskar skipulagsheildir nota straumlínustjórnun. Í rannsókninni voru fjórar skipulagsheildir úr mismunandi starfsstéttum skoðaðar. Gerð var eigindleg rannsókn þar sem tekið var eitt viðtal við fimm viðmælendur úr fyrirtækjunum. Þrjár rannsóknarspurningar voru settar fram. Þær eru eftirfarandi: Er ávinningur fyrir íslensk fyrirtæki að nýta sér aðferðafræði straumlínustjórnunar? Hvernig nýta fyrirtækin sér fræðin? Gæti hugmyndafræði straumlínustjórnunar nýst fyrir aðrar skipulagsheildir, þá hvaða?
  Helstu niðurstöður rannsóknarinnar sýna að allar skipulagsheildirnar telja að mikill ávinningur hafi hlotnast af innleiðingu straumlínustjórnunar. Mælingum er hins vegar ábótavant hjá skipulagsheildunum, þegar starfsánægja og ánægja viðskiptavina er skoðuð, og því ekki hægt að koma með réttmæta niðurstöðu einungis af huglægu mati viðmælenda.
  Skiplagsheildirnar nýta sér fræðin á mismunandi hátt. Í rannsókninni er sérstaklega skoðaðar fimm grundvallarreglur straumlínustjórnunar og hvernig fyrirtækin fara í gegnum þær reglur. Flest fyrirtækin fara ekki beint eftir bókinni og fóru engu að síður í gegnum öll skrefin. Ein skipulagsheildin fer nákvæmlega eftir reglunum. Skipulagsheildirnar eru að nýta sér verkfæri straumlínustjórnunar til að hjálpa sér að ná markmiðum. Öll eru þau að nota stöðumatsfundi þar sem öll markmið deildanna eru sýnileg.
  Allir viðmælendur rannsóknarinnar eru sammála um að hugmyndafræði straumlínustjórnunar nýtist fyrir allar skipulagsheildir, sama á hvaða starfsvettvangi eða af hvaða stærðargráðu. Það eina sem skiptir máli er að nýta þau verkfæri sem henta skipulagsheildinni.

 • Útdráttur er á ensku

  The aim of this study is to examine how the Icelandic organizations use lean management. The study includes four organizations from different professions. Qualitative research was made in form of interviews. Three research questions were observed. They are: Do Icelandic companies benefit for using the methodology of lean? How do companies use lean management? Could lean management be useful for other organizations, if yes, which one?
  The main results show that all the organizations believe that great benefits have come from the implementation of lean management. However, measurements are lacking when employee satisfaction and customer satisfaction is viewed.
  The organizations are using the theory in different ways. In the research the main focus was on five principles of lean management and how the companies went through the different steps. Most companies didn’t follow the book entirely but went through all the steps anyway. One of the organization went exactly by the rules. All companies are adopting lean tools to help them achieve their goals.
  All participants of the study agree that the philosophy of lean is useful for all organizations, no matter what occupation or of any magnitude. The only thing that matters is to use the tools that suit the organization.

Samþykkt: 
 • 19.6.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/28341


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ThordisSifArnarsdottir_BS_Lokaverk.pdf1.37 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna