Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/28343
Er leitast við það í greinagerð þessari að gera grein fyrir muninum á túlkun
Mannréttindadómstóls Evrópu og Hæstaréttar Íslands á ne bis in idem ákvæði 4. gr. 7. viðauka
Mannréttindasáttmála Evrópu, hvað varðar mál á sviði skattaréttar. Er gerð grein fyrir þeim
réttarsviðum er tengjast beitingu ne bis in idem ákvæðisins, ásamt því að fjalla um íslenskan
skattarétt. Er sérstaklega skoðuð túlkun Hæstaréttar Íslands í þeim dómum er viðkoma
álitaefninu og eins dóma Mannréttindadómstóls Evrópu um beitingu ákvæðisins. Þykir nokkuð
ljóst að ekki hafi Mannréttindadómstólinn alltaf verið á sama máli um það hvernig eigi að beita
ákvæði 4. gr. 7. viðauka Mannréttindasáttmálans og verður gerð grein fyrir þeim breytingum er
orðið hafa á túlkun hans.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
AsdisOddsdottir_BS_lokaverk.pdf | 404.65 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |