is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísindadeild > Meistarverkefni í félagsvísindadeild (MA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28350

Titill: 
  • Dýrðarljómi háloftanna
  • "Glamourous" life of flight
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Dýrðarljóminn sem umvefur starf flugfreyja er flókið fyrirbæri sem vandasamt er að henda reiður á. Markmið þessarar rannsóknar var að gera ímynd flugfreyjunnar skil, öðlast skilning á hvernig viðmælendur mínir, flugfreyjurnar, upplifðu þessa ímynd og hvort hún væri í tengslum við raunverulegt starf þeirra. Það var gert með að fá innsýn í starf flugfreyjunnar á Íslandi og til þess þótti nálgun eigindlegrar aðferðarfræði henta best. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að viðmælendum þótti öllum nema einum ímynd flugfreyjunnar vera sveipuð þessum ljóma, sem þeir vildu gangast við og viðhalda. Samt sem áður nefndu viðmælendurnir aðra þætti í starfinu sem eru faldir á bak við dýrðarljómann, meðal annars álagið sem fylgir því. Enginn einn sér um að viðhalda staðalímynd flugfreyjunnar heldur eru hér margir samverkandi þættir að verki: Einkennisbúningurinn gegnir veigamiklu hlutverki, saga flugfreyjustarfsins, flugfélagið, markaðsöflin, flugfreyjurnar sjálfar og farþegarnir – útkoman er þessi ímynd flugfreyjunnar, sem er í litlum tengslum við raunverulegt starf hennar.

Samþykkt: 
  • 20.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28350


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
AndreaBjörgvinsdóttir_MA_lokaaverk.pdf2.09 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna