is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísindadeild > Meistarverkefni í félagsvísindadeild (MA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28354

Titill: 
 • Tónlistarstarf í leikskólum
 • Titill er á ensku Musical activity in pre-schools
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Í þessari rannsókn er viðfangsefnið tónlistarstarf í leikskólum og þeir þættir sem hafa áhrif á hvort tónlist nýtist sem náms- og þroskaleið. Skoðað var hversu algeng áhersla á tónlistaruppeldi er í starfi með börnum í leikskólum, hvernig aðstæður til tónlistariðkunar eru, hvernig tónlistarstarfið birtist og hvað einkennir viðhorf leikskólastjóra til tónlistarstarfsins. Markmið rannsóknarinnar var að kanna stöðu tónlistar í leikskólum á Íslandi og hvaða þættir þurfi helst að vera til staðar til að tónlist nýtist í leikskólastarfi.
  Sem rannsóknaraðferð var ákveðið að nota blandaða leið; fyrst var könnun lögð fyrir leikskólastjóra um land allt og síðan voru tekin eigindleg viðtöl við aðila sem hafa reynslu af tónlistarstarfi í leikskóla til að skoða viðfangsefnið nánar.
  Í Aðalnámskrá leikskóla 2011 er settur fram ákveðinn rammi sem öllu starfi í leikskólum er ætlað að taka mið af. Tónlist er ætlað ákveðið hlutverk innan þess ramma og leiðir rannsóknin í ljós að leikskólastarfsfólk er meðvitað um það. Helsta niðurstaða rannsóknarinnar er að leikskólastjórar gera sér grein fyrir mikilvægi tónlistar í leikskólastarfi og hafa mikinn vilja til að nýta tónlist til að ná markmiðum aðalnámskrár þar sem við á. Þekking og meðvitund um hvernig tónlist getur nýst sem náms- og þroskaleið er fyrir hendi, sérstaklega varðandi mál- og hreyfiþroska. Samkvæmt niðurstöðunum virðist aðstaða til tónlistariðkunar vera nokkuð góð hvað varðar hljóðfæraeign, bókakost og hlustunarefni. Þó koma fram vísbendingar um að tónlistarstarf sé að einhverju leyti hornreka í húsaskipan leikskóla. Enn fremur kemur fram sú skoðun að vöntun sé á starfsfólki sem treysti sér til að stýra og hafa frumkvæði að tónlistarstarfi, þ.e.a.s. að nýta aðstöðuna. Leikskólastjórar kalla eftir samstarfi við aðila með sérþekkingu á sviði tónlistar en vilja ekki síður efla leikskólakennara og ófaglært starfsfólk til dáða á tónlistarsviðinu.
  Lykilorð: Aðalnámskrá, Tónlistarstarf, Leikskólastjórar, Leikskólar, Aðbúnaður.

 • Útdráttur er á ensku

  This study focuses on musical activity in pre-schools and the factors determining whether music is useful as a vehicle for education and development. The author studied the frequency of musical education in pre-school education, facilities for music education, manifestations of musical activity, and pre-school principals’ attitudes towards musical activity. The aim of the study was to determine the status of music in Icelandic pre-schools and what elements should be in place for music to be useful in pre-schools.
  The author selected a mixed research method: a survey sent to pre-school principals nationwide, followed by qualitative interviews with individuals experienced in pre-school music education, so as to examine the topic more closely. The 2011 National Curriculum Guide for pre-schools presents a framework that all pre-schools are intended to follow. Music is assigned a specific role within this framework, and the study reveals that pre-school employees are aware of this. The key findings are that pre-school principals recognize the importance of music in pre-school activities and have a strong desire to use music to achieve Curriculum objectives where applicable. There is knowledge and awareness of how music can be utilized for education and development – language and motor skills in particular. According to the findings, facilities for music appear relatively good as regards ownership of instruments, books, and listening materials, although there are some signs that music is given short shrift in terms of housing needs in pre-schools. It also emerges that there is a shortage of employees who feel able to direct and catalyze musical activities; i.e., to use the facilities. Pre-school principals seek out collaboration with musical experts but also wish to strengthen their own staff members in the field of music education.
  Keywords: National Curriculum Guide, Musical Activities, Pre-School Principals, Pre-Schools, Facilities.

Samþykkt: 
 • 20.6.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/28354


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
OlofMariaIngolfsdottir_MA_Lokaverkefni1.pdf3.03 MBOpinnPDFSkoða/Opna