Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/28356
Í ritgerð þessarri athuga ég helstu króka og kima graffs, og einstaklingana sem stunda það. Ég útskýri grundvallaratriði graffsins, form þess og gerendur. Hvað fær fólk til þess að stunda verknaðinn og hvað heldur þeim gangandi. Graffið er mjög misskilið, þar sem það snýst oftar en ekki meira um verknaðinn sjálfann heldur en endilega lokaútkomu verksins.
Ég set graff iðkunina í samhengi við ákveðnar félagsfræði og sálfræði kenningar sem sprottið hafa í gegn um mannkynssöguna. Það eru kenningar um auðmagn, þráhyggjurtruflun, ritúal og „broken windows theory.“ Með auðmagni lýsi ég því hvernig hægt er að græða á graffi. Með ritúali skýri ég ferlið sem graffarar fara í gegn um við undirbúning og verknaðinn sjálfann. Ég skoða graff sem áráttuhegðun og athuga hvort graff geti leitt út í aðra glæpi með „broken windows theory.“
Ég skoða og lýsi því jaðarsamfélagi sem graffarar hafa skapað sér, þar sem ákveðin virðingarröð og reglur ráða ríkjum. Ég segi hverjar þessar reglur eru, hvernig þær virka og hvernig samfélagið hefur stækkað og þróast með komu veraldarvefsins og samfélagsmiðla jafnframt því að velta upp spurningum um framtíðina í þessu nýja samhengi. Ég leita svara við ofangreindu, sem og að leita skýringa á hegðunarmynstri sem ég tel mig greina hjá gröffurum, og mögulegar ástæður fyrir því.
Í því sem almenningur á til með að sjá sem krot, óþrifnað og skemmdarverk liggur ákveðin fagurfæði sem bróðurpartur mannkynsins mun aldrei skilja. Listin við að tagga og bomba.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA-ritgerð+Helgi+Einarsson.pdf | 1,02 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |