Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28358
Útgangspunktur verkefnisins er að stefna ferðamönnum á ákveðinn stað sem eykur upplifun þeirra af svæðinu og um leið stýra álagi staðarins. Byggingin er vettvangur fyrir þjónustu og miðlun þekkingar um leið og hún býður gestum inn í rými sem beinir sjónarhorni þeirra í átt að sérkennum umhverfisins. Byggingin myndar því þrjár stefnur, sem vísa í þrjár áttir, sem endurspegla þrjú stig niðurbrots jökulsins; jökulinn sjálfan, lónið og sjóinn. Byggingin hvílir í jaðri jökulfarvegsins þar sem hún skyggir ekki á þá einstöku náttúru sem fyrirfinnst á svæðinu.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
PETUR+JONSSON_STEFNUR_GREINAGERD.pdf | 20.33 MB | Opinn | Greinargerð | Skoða/Opna |