en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

Bifröst University > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/28365

Title: 
 • Title is in Icelandic Áhættustjórnun og virðissköpun : notkun raunvilnana við áhættugreiningu í fjárfestingarverkefnum.
 • Risk management and value creation : project risk analysis using real options
Degree: 
 • Bachelor's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Öll verkefni eiga það sameiginlegt að hafa upphafspunkt og endapunkt. Til að komast frá upphafspunkti til endapunkts þurfa verkefnastjórar að leggja til tíma, fyrirhöfn og pening í verkefnið. Þegar metið er hvort fjárfesta skuli í verkefni er áætlað virði verkefnisins til lengri tíma. Ýmsar aðferðir eru til við að meta slíkt en spurningin er hvaða aðferð er best til þess fallin að leiða fram virði fjárfestingar hverju sinni. Markmið þessara ritgerðar er að leiða fram hvers konar fjárfestingar eru best til þess fallnar að vera metnar með óvissuþáttargreiningu. Áhersla er lögð á umfjöllun um óvissuþáttagreiningu en einnig verður farið yfir grunnatriði annarra aðferða sem notaðar eru til að meta verðmæti fjárfestinga.
  Í þeirri vegferð að leiða fram hvaða fjárfestingar eiga vel við óvissuþáttargreininguna er mikilvægt að gera sér vel grein fyrir aðferðarfræðinni og ná að skilja hvað felst í henni. Í öðrum kafla er fræðileg umfjöllun um verðmat fjárfestinga og gert er grein fyrir lykilhugtökum. Í þriðja kafla er farið ítarlegar í raunvilnanir, hvað felst í hugtakinu og sagt er frá helstu aðferðum á virðismati raunvilnana. Í fjórða kafla er raunhæft dæmi þar sem aðferðinni er beitt við raunaðstæður og í kjölfarið eru niðurstöður þar sem leitt er fram hvaða fjárfestingar falla vel að óvissuþáttargreiningu og þá í hvaða tilfellum aðrar verðmatsaðferðir eru markvissari.
  Tilgangur þessarar ritgerðar er að skoða verðmatsaðferðir sem koma til viðbótar við hefðbundnar verðgreiningar og leiða þannig fram áhrif þeirra á heildarvirði fjárfestinga sem fela í sér einhvers konar áhættu. Rýnt verður í aðferðarfræðina með það fyrir augum að kanna við hvaða aðstæður hún ætti sérstaklega við, hvernig henni er háttað og við hvaða aðstæður aðrar aðferðir væru betur til þess fallnar að gefa réttari mynd af virði fjárfestingarinnar.

Accepted: 
 • Jun 20, 2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/28365


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
HilmarBlondalSigurdsson_BS_lokaverk.pdf822.09 kBOpenHeildartextiPDFView/Open