is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Meistaraverkefni í viðskiptadeild (MS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28368

Titill: 
  • Sýnileg stjórnun á Íslandi með áherslu á töflunotkun : árangursþættir og hömlur
  • Titill er á ensku Visual management in Iceland with emphasis on using boards : success and obstacles.
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Sýnileg stjórnun (e. visual management) er stjórnunaraðferð sem nýtur mikilla vinsælda á Íslandi um þessar mundir. Sýnileg stjórnun er hins vegar ekki nýtt hugtak og hefur lengi verið unnið með aðferðir sýnilegrar stjórnunar með ágætis árangri víða erlendis, allt frá fyrri hluta síðustu aldar. Fjölmörg fyrirtæki á Íslandi hafa nú þegar innleitt sýnilegar stjórnunaraðferðir og önnur íhuga innleiðingu.
    Markmið rannsóknar er að finna hvaða hindranir geta orðið í vegi þegar fyrirtæki taka upp hugmyndafræði sýnilegrar stjórnunar með áherslu á töflunotkun og hvaða aðferðum hægt er að beita til þess að góður árangur náist. Til að komast að niðurstöðu skoðaði höfundur nokkur stærri fyrirtæki á Íslandi sem notast við bæði sýnilega stjórnun og töflustjórnun. Einnig voru tekin viðtöl við nokkra helstu sérfræðinga á Íslandi í hugmyndafræði sýnilegrar stjórnunar.
    Þessari rannsóknarritgerð er ætlað að svara því hvaða árangri má ná með því að innleiða sýnilega stjórnun með notkun taflna og einnig finna út hvaða helstu hindrunum má búast við þegar tekin er ákvörðun um að innleiða þessa hugmyndafræði innan fyrirtækja. Getur verið að innleiðing sýnilegrar stjórnunar hafi jafnvel jákvæð áhrif á vinnustaðamenningu og samskipti á vinnustað?
    Niðurstaða rannsóknar gefur til kynna að það skiptir máli hvernig staðið er að innleiðingu sýnilegrar stjórnunar. Töflurnar skipta einnig máli hvað varðar staðsetningu, útlit, mælikvarða og dagskrá. Þá er mikilvægt að halda stutta og daglega fundi við töfluna. Einnig verða stjórnendur fyrirtækja að átta sig á að það skiptir máli hvaða tafla er notuð við hvert viðfangsefni, því tafla er ekki aðeins tafla. Tímasetning innleiðingar getur einnig haft áhrif á framgang. Stjórnendur eru í lykilhlutverki þegar ná skal árangri og því mikilvægt að standa vel að þjálfun þeirra og stuðningi við þá. Eftirfylgni innleiðingar er talin vera einn mikilvægasti þátturinn til að viðhalda árangri. Helstu hindranir sem orðið geta í veginum tengjast fólkinu sem vinna skal eftir töflunni. Þjálfun þess skiptir meginmáli, kennsla í teymisvinnu svo það eigi góð og heilbrigð samskipti. Ef allir þessir þættir eru hafðir í huga við innleiðingu má ná góðum árangri, skapa jákvætt andrúmsloft og skilvirkari vinnustað.

  • Útdráttur er á ensku

    Visual management is a method that is constantly gaining popularity in Iceland. Visual management has been used in other countries for many years with good results. Many managers in Iceland have implemented this method and others are considering implementation.
    The goal of this Icelandic research is to find out which obstacles we can meet when corporations use visual management with emphasis on using boards. Also how it is possible to achieve great success. To get credible results the researcher will survey a few of the largest companies in Iceland using tables in visual management and also by having qualitative interviews with consultants specialists who use and advise this ideology and method in practice. This research is also supposed to answer the question if implementing visual management will result in a beneficial effect for the work culture and communication in the workplace.
    This research will hopefully answer what success can be achieved by implementing visible management using boards and also which key hindrances are to be expected when deciding to adopt this ideology. Does visible management have a positive effect on workplaces culture and communication?
    The result of this research indicate it is important how implementing visible management is performed. The boards also matter in terms of location, appearance, scale and schedule. It's important to have a short and daily meeting in front of the board. Managers need to realize that it matters what type of board is used for any subject. Timing of implementation can also affect how it works. Managers are crucial to success and it is therefore important to enable training, support and encouragement. Follow-up with implementation is considered to be one of the most important factors for sustaining success. The main obstacles that occur are related to the people who work with the board. Their training is important and teach them to work in teams and have good and healthy communication. If all these factors are taken into account when implementing them, good results can be achieved and can create a positive atmosphere and a more efficient workplace.

Samþykkt: 
  • 20.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28368


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
SigrunHolmÞorleifsdottir_MS_lokaverk.pdf1.26 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna