Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/28369
The rate of mental health disorders has been increasing over the last years and is becoming a large societal problem worldwide. Individuals suffering from mental health disorders are believed to be less happy and evaluate their mental health to be lower than those who are not suffering. Today, depression and anxiety are the two most common mental health disorders and threaten many people’s lives. Companion animals have been proposed as a prevention and a treatment measure. The aim of the study was to investigate whether pet owners were different from non-pet owners in this regard, i.e. whether they evaluated their mental health to be better than non-owners or were less likely to suffer from symptoms of depression and anxiety disorders. Also to investigate whether pet-owners who spent much time with their pets were less likely to suffer from symptoms of depression and anxiety disorders than pet owners who spent little time with their pets. Participants (N = 1.228) from a Gallup study, the researcher’s Facebook friend list and undergraduate psychology and business students at the University of Reykjavík, participated in this study and their age was 18 years and older. The DASS-21 scale was used to measure depression, anxiety and stress symptoms. The results showed that there was no significant mean difference on depression and anxiety symptoms between pet- and non-pet owners. Also, there was no significant mean difference on depression and anxiety symptoms between pet owners who spent much time with their pets than those who spent little time with their pets. The results also showed that males who allowed their pets to sleep in their beds showed more symptoms of anxiety compared to females who allowed their pets to sleep in their beds.
Keywords: pet ownership, well-being, mental health, depression, anxiety
Á ári hverju aukast geðræn vandamál í heiminum sem stuðla að ýmsum samfélagslegum vandamálum. Einstaklingar sem þjást af geðrænum vanda eru líklegri til að meta andlega líðan sína sem verri en þeir sem ekki þjást. Þunglyndi og kvíði eru algengustu geðrænu vandamálin í heiminum í dag og ógna lífi margra einstaklinga. Gæludýr hafa verið nefnd sem möguleg forvörn og meðferðarúrræði. Markmið rannsóknar þessarar var að skoða hvort munur væri á gæludýraeigendum og þeim sem ekki eiga gæludýr hvað þetta varðar, þ.e. hvort gæludýraeigendur mætu andlega líðan sína betri, væru ólíklegri til að vera greindir með eða þjást af einkennum þunglyndis og kvíða og væru ánægðari með lífið en þeir sem ekki eiga gæludýr. Einnig að skoða hvort þeir gæludýraeigendur sem verja miklum tíma með gæludýrum sínum væru ólíklegri til að vera greindir með eða þjást af einkennum þunglyndis og kvíða en þeir sem verja litlum tíma með þeim. Þátttakendur voru 1.228 frá rannsóknarfyrirtækinu Gallup, af Facebook síðu rannsakanda og grunnnemar í sálfræði og viðskiptafræði við Háskólann í Reykjavík 18 ára og eldri. DASS-21 kvarðinn (Depression Anxiety Stress Scale) var notaður til að meta þunglyndi og kvíða. Niðurstöður bentu til þess að enginn marktækur munur væri á einkennum þunglyndis og kvíða milli gæludýraeigenda og þeirra sem ekki eiga gæludýr. Einnig bentu niðurstöður til þess að enginn marktækur munur væri á einkennum þunglyndis og kvíða hjá þeim sem verja miklum tíma með gæludýrum sínum og þeim sem verja litlum tíma með þeim. Niðurstöður bentu einnig til þess að karlar sem leyfa gæludýrum sínum að sofa uppí rúmi sínu, sýndu fremur einkenni kvíða en konur sem leyfa gæludýrum sínum að sofa uppí rúmi.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaskil+BSc+á+Skemmunni (4).pdf | 675.01 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |