en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/28373

Title: 
 • Title is in Icelandic Faraldsfræði Haemophilus influenzae fyrir og eftir bólusetningu með Prótein D tengdu bóluefni gegn pneumókokkum á Íslandi
 • The epidemiology of Haemophilus influenzae before- and after the introduction of Protein D conjugated pneumococcal vaccine in Iceland
Degree: 
 • Master's
Abstract: 
 • Introduction: Haemophilus influenzae is a Gram-negative coccabacillus that is a frequent colonizer of the respiratory tract of healthy individuals, especially children, and a major cause of infections in humans. H. influenzae can be divided into capsulated and non-capsulated isolates depending on expression of polysaccharide capsule. Encapsulated H. influenzae is classified into six serotypes (a-f), based on antigen expression. Before the introduction of H. influenzae type b vaccination, serotype b (Hib) was the most common cause of life-threatening diseases in children such as, meningitis and epiglottitis. H. influenzae isolates without capsule are defined as non-typeable H. influenzae (NTHi) and are a major cause of respiratory infections including middle ear infections, sinusitis, pneumonia and the most common cause of exacerbation of patients with respiratory diseases. NTHi is rarely causing invasive infection but since the introduction of Hib vaccine, NTHi has become more clinically important.
  In April 2011, Synflorix was introduced to the childhood vaccination program in Iceland. Synflorix is a 10-valent conjugated pneumococcal vaccine (PhiD-CV, GlaxoSmithKline) where 8 pneumococcal serotypes are conjugated to Protein D (PD) derived from NTHi. PD is encoded by the gene hpd, which is highly conserved among most capsulated and non-capsulated strains of H. influenzae. By using PD as a carrier protein for pneumococcal vaccine serotypes, there is a possibility of providing protection against H. influenzae infections. The epidemiology of H. influenzae and the effect of PD conjugated vaccine are unknown in Iceland.
  Aims: The aims of this study were to assess effect of the vaccination on the carriage rate of H. influenzae among healthy children in Iceland, the prevalence of the hpd gene and the prevalence of each serotype of H. influenzae both in carriage isolates and in clinical samples.
  Material and methods: H. influenzae isolates were obtained from nasopharyngeal samples that were collected from healthy children attending 15 day-care centers in Reykjavik capital region of Iceland in the years 2009, and 2012-2017. H. influenzae was also obtained from clinical samples that were sent to the Department of Clinical Microbiology. The samples included were isolates from the middle ear (ME) (2012-2016), the lower respiratory tract (LRT) (2012-2016) and invasive infections (1996-2016). Multiplex PCR method was used for H. influenzae identification and capsular detection by specific primers for the hpd and the capsular polysaccharide transport (bexA) gene. Identification of isolates that were lacking the hpd gene was confirmed with primers detecting the fuculokinase (fucK) gene, which also can differentiate H. influenzae from other Haemophilus species. All capsulated H. influenzae were serotyped using serotype specific primers.
  Results: A total of 3,603 nasopharyngeal samples were collected from healthy children and 2,552 isolates (Total carriage rate of 70.8%) were identified as H. influenzae. The carriage rate fluctuated from 55-86.9% between the years. The proportion of hpd negative isolates was 6.5% (4.6-7.9%) and capsulated isolates were 1.1% where serotype f was the most common serotype (70% of capsulated isolates).
  A significant reduction was seen in the number of ME samples, which decreased from 966 in 2009 to 505 in 2016, but not in the proportion of H. influenzae positive samples. A total of 239 H. influenzae isolates were identified from ME samples in 2009 and 83 isolates in 2016. The proportion of hpd negative isolates was 7.5% (5.9-9.9%) and capsulated isolates were 0-3% where serotype e was the most common serotype (50% of capsulated isolates). A significant reduction was seen in the proportion of H. influenzae positive samples from LRT from pre- to post-vaccination, but not in the number of LRT samples. H. influenzae isolates from the lower respiratory tract decreased from 245 in 2009 to 159 isolates in 2016. The proportion of hpd negative isolates was 4.9% (1.6-9.7%) and no isolates were confirmed with capsule. H. influenzae isolated from invasive infection were in total 67 from the years 1996-2016. The proportion of hpd negative isolates was 1.5% and capsulated isolates were 10.4% where serotype f was the most common serotype (70% of capsulated isolates).
  Conclusion: Vaccination with Synflorix has limited effect on H. influenzae carriers in Iceland and the proportion of hpd negative isolates did not increase after vaccination. The proportion of H. influenzae isolated from LRT decreased, but not from ME and invasive infections. The proportion of capsulated isolates was similar between years and serotype f was the most common serotype.

 • Abstract is in Icelandic

  Inngangur: Haemophilus influenzae er Gram neikvæð, stutt staflaga baktería (e. coccabacilli). Bakteríuna er algengt að finna í efri öndunarvegi heilbrigðra einstaklinga, þá sérstaklega börnum, og getur valdið ýmsum alvarlegum sjúkdómum í mönnum. H. influenzae er hægt að flokka í sex hjúpgerðir (a-f) eftir því hvaða mótefnavaki er tjáður á yfirborði hjúps. Bólusetning gegn hjúpgerð b hófst árið 1989 á Íslandi en hjúpgerð b var algengasta orsök fyrir ífarandi H. influenzae sýkingum í ungum börnum s.s. heilahimnubólgu og bráðri barkalokubólgu. Hjúplausir stofnar nefnast non-typeable H. influenzae (NTHi) og valda þeir ýmsum öndunarfærasýkingum s.s miðeyrnabólgu, skútabólgu og lungnabólgu. Hjúplausir stofnar geta einnig valdið ífarandi sýkingum hjá viðkvæmum sjúklingum ásamt því að vera algengasta orsök fyrir bráðaversnun sjúklinga með öndunarfærasjúkdóma.
  Í apríl árið 2011 var 10-gilda próteintengda pneumókokka bóluefnið Synflorix tekið inn í almenna bólusetningu barna á Íslandi. Bóluefnið inniheldur tíu hjúpgerðir pneumókokka og þar af eru átta tengdar burðarpróteini D sem fengið er úr NTHi. Prótein D (PD) er tjáð af geninu hpd sem er vel varðveitt á milli hjúpaðra og hjúplausra stofna en er ekki að finna í öllum. Með því að nýta PD sem hluta af bóluefninu er möguleiki á að það veiti einnig einhverja vörn gegn sýkingum af völdum H. influenzae. Faraldsfræði H. influenzae er óþekkt hér á Íslandi en mikilvægt er að vita hvaða áhrif bólusetning með PD hefur.
  Markmið: Að skoða hversu hátt hlutfall heilbrigðra barna á Íslandi ber H. influenzae, tíðni PD neikvæðra stofna ásamt því að skoða hvaða hjúpgerðir eru algengastar á Íslandi bæði í stofnum frá berum og sýnum frá sjúklingum.
  Efni og aðferðir: Í rannsóknina voru notuð nefkokssýni sem safnað var frá heilbrigðum leikskólabörnum af 15 leikskólum á höfuðborgarsvæðinu (2009, 2012-2017). Einnig voru notaðir allir tiltækir stofnar sem ræktaðir voru úr miðeyra, neðri öndunarvegum (2012-2016) og ífarandi sýkingum á Sýklafræðideild Landspítalans (1996-2016).
  Við greiningu á H. influenzae var notast við multiplex PCR aðferð með sértækum prímerum sem magna upp hluta af hpd geninu, hpd neikvæðir stofnar voru greindir með fuculokinase (fucK) prímerum. Hjúpaðir stofnar voru greindir með Hi prímerum sem magna upp hluta af bexA geninu og stofnar með hjúp voru nánar hjúpgerðagreindir með hjúpgerðasértækum prímerum.
  Niðurstöður: Alls voru tekin sýni frá 3.603 leikskólabörnum og fengust 2.552 stofnar (heildarberatíðni 70,8%) þar sem beratíðni sveiflaðist frá 55-86,9% á milli ára. Hlutfall hpd neikvæðra stofna var 6,5% (4,6-7,9%) og hlutfall hjúpaðra stofna var 1,1% þar sem algengasta hjúpgerðin var f (70% af hjúpuðum stofnum). Marktækur munur var á sýnum frá miðeyra, þar sem sýnum fækkaði úr 966 árið 2009 í 505 árið 2016, en hlutfall H. influenzae jákvæðra sýna lækkaði ekki marktækt. Alls voru greindir 239 jákvæðir H. influenzae stofnar úr sýnum frá miðeyra árið 2009 og 83 árið 2016. Hlutfall hpd neikvæðra stofna var 7,5% (5,9-9,9%) og hlutfall hjúpaðra stofna var 0,3% þar sem algengasta hjúpgerðin var e (50% af hjúpuðum stofnum). Marktækur munur var á hlutfalli H. influenzae jákvæðra sýna úr neðri öndunarvegi, stofnum fækkaði úr 245 árið 2009 í 159 árið 2016, en sýnum úr neðri öndunarveg fækkaði ekki marktækt.
  Hlutfall hpd neikvæðra stofna var 4,9% (1,6-9,7%) og var enginn stofn greindur með hjúp. Sýni sem greind voru úr ífarandi sýkingum frá 1996-2016 voru alls 67 þar sem hlutfall hpd neikvæðra stofna var 1,5% og hlutfall hjúpaðra stofna var 10,4%. Algengasta hjúpgerðin úr ífarandi sýkingum var hjúpgerð f (70% af hjúpuðum stofnum).
  Ályktanir: Bólusetning með Synflorix hefur lítil áhrif á beratíðni H. influenzae í heilbrigðum leikskólabörnum á Íslandi og var hlutfall hpd neikvæðra stofna svipað fyrir og eftir bólusetningu. Hlutfall H. influezae jákvæðra sýna úr neðri öndunarvegi lækkaði en ekki úr miðeyra og ífarandi sýkingum. Hlutfall hjúpaðra stofna var svipað á milli ára og hjúpgerð f var algengasta hjúpgerðin.

Accepted: 
 • Jun 20, 2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/28373


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Hildigunnur-Sveinsd.(31.5.17).pdf2 MBOpenHeildartextiPDFView/Open
Hildigunnur-yfirlýsing.pdf289.34 kBLockedYfirlýsingPDF