is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28374

Titill: 
  • Atvinnutengt nám "er það skemmtilegasta sem ég geri núna"
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar var að fá innsýn í reynslu ungmenna af atvinnutengdu námi. Rannsóknin byggir á tíu viðtölum við nemendur sem voru í 10. bekk í atvinnutengdu námi árið 2015-2016. Niðurstöður rannsóknar sýna fram á að við lok 4. bekkjar, þegar nemendur færast yfir á miðstig grunnskóla, tekur sjálfs- og félagsvitund þeirra breytingum. Á þeim tíma verða nemendur meðvitaðri um eigin getu, nám þeirra þyngist og í kjölfarið finna margir fyrir skólaleiða. Í þessari rannsókn gafst nemendum í byrjun 9. og 10. bekkjar, sem eiga við við sértæka námsörðugleika að etja, tækifæri til að fara í atvinnutengt nám. Tekið var mið af áhuga þeirra við val á viðtökustað svo styrkleikar þeirra fengju notið sín sem best. Í þessu atvinnutengda námi störfuðu viðkomandi nemendur ýmist innan skólans eða úti á hinum almenna vinnumarkaði. Þetta úrræði gaf þeim trú á eigin getu og bætti líðan þeirra sem skilaði sér síðar í jákvæðara viðhorfi til skólans. Þetta þátttökuúrræði um atvinnutengt nám gaf nemendum kost á því að kynna sér störf og starfafyrirmyndir og ýtti það undir trú þeirra á eigin getu og jók sjálfstraust þeirra. Mikilvægt er að eftirfylgni sé með nemendum sem sækja slíkt nám sem og þeim fyrirtækjum sem taka á móti nemendunum svo tilgangur þessa námsúrræðis skili sér sem best. Það er lykilatriði að sú þjónusta sem náms- og starfsráðgjafar bjóða upp á í grunnskólum sé vel kynnt fyrir fagaðilum, nemendum á miðstigi og foreldrum þeirra, svo að skólagangan verði sem farsælust. Vonast er til að niðurstöður þessarar rannsóknar verði skólum, náms- og starfsráðgjöfum gagnlegar í frekari þróun atvinnutengds náms fyrir nemendur og stuðli að bættri sjálfsmynd og betri líðan nemenda en veki einnig hjá þeim hugmyndir um náms- og starfsval í framtíðinni.

  • Útdráttur er á ensku

    The aim of this study was to gain insight into the experience of young people in vocational education. The study is based on ten interviews with 15 – 16 year old students in vocational education in 2015-2016. The results of this research show that at the end of the 4th grade, when students move to the middle level, their self-esteem and social awareness changes. During this time, students become more aware of their own abilities and that their studies are getting more demanding. Therefore, many students start to feel bored. In this study, students in the early 9th and 10th grade, which apply to specific learning disabilities, were offered opportunities to pursue vocational education. The students chose a destination based on their interests so their strengths could be fully applied. In this job-based study, the students concerned, worked either within the school or outside in the general working environment. This resource strengthened their faith in their own ability, adding to their well-being, which later returned to a positive attitude towards the school. This participation program for vocational education provided students with the opportunity to study jobs and role models, and strengthened their faith in their own ability and boosted their self-esteem. It is important to follow-up with students who attend such studies as well as the companies that receive the students so that the purpose of this study program is fully reached. It is crucial that the services offered by the educational and career counselors in elementary schools are well presented to professionals, students in question and their parents, so that the students studies can be successful. The results of this research will hopefully be useful for schools, educational and career counselors in further development of vocational education for students. So it can contribute to improved self-esteem and students well-being, but also to the ideas of learning and career choices in the future.

Samþykkt: 
  • 20.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28374


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skemman_yfirlysing_Klara.pdf94.79 kBLokaðurYfirlýsingPDF
MA2017Ritg.Atvinnutengtnam.pdf1.12 MBLokaður til...17.07.2027HeildartextiPDF