is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísindadeild > Lokaverkefni í félagsvísindadeild (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/28376

Titill: 
  • Heilbrigðisþjónusta á Íslandi og í Svíþjóð 1970-2015 : samanburður á þróun útgjalda til heilbrigðisþjónustu og kostnaðarþátttöku sjúklinga
  • Titill er á ensku Health Care in Iceland and Sweden 1970-2015 : comparison of development of health expenditure and out of pocket expenditure
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í rannsókn þessari kannar höfundur þróun heilbrigðisútgjalda á Íslandi og í Svíþjóð frá 1970-2015. Þróun opinberra útgjalda, ásamt kostnaðarþátttöku heimila í heilbrigðisþjónustu er borin saman milli ríkjanna; og tengsl hugmyndafræði og stefnu stjórnmálaflokka við forgangsröðun heilbrigðisþjónustu. Markmið rannsóknar er þríþætt: 1. kanna þróun opinberra útgjalda til heilbrigðisþjónustu, 2. kanna þróun kostnaðarþátttöku heimila í heilbrigðisþjónustus og 3. athuga hvort tengsl séu milli stefnu ólíkra flokka í ríkisstjórn og útgjaldaþróun. Stór hluti rannsóknarvinnunnar byggir á samanburði gagna um heilbrigðisútgjöld og kostnaðarþátttöku heimila í heilbrigðisþjónustu sem fengin eru frá OECD og WHO. Rannsókn þessi er því sambland af sögulegri rannsókn (e. historical research) og samanburðarrannsókn (e. comparative research) þar sem borin er saman þróun þátta og könnuð möguleg orsakatengsl þeirrar þróunar. Niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að heildarútgjöld og opinber útgjöld til heilbrigðisþjónustu hafa aukist umtalsvert í báðum ríkjum.
    Þá virðast opinber útgjöld til heilbrigðisþjónustu aukast hjá vinstristjórnum jafnt sem hægri. Kostnaðarþátttaka einkaaðila og heimila í heilbrigðiskostnaði hóf að aukast á Íslandi í stjórnartíð Steingríms Hermannssonar (1983-87) og í stjórnartíð Davíðs Oddssonar (1991-95) (1995-1999) og (1999-2003). Þá er athyglivert að útgjöld heimila jukust ekki mikið eftir hrun, þrátt fyrir gífurlegan sparnað hjá hinu opinbera. Í Svíþjóð hófu útgjöld einkaaðila og heimila að aukast uppúr 1989 í stjórnartíð Ingvar Carlsson og Göran Persson, en einnig í stjórnartíð Fredrik Reinfeldt.
    Það er ályktun höfundar að þróun heilbrigðisútgjalda sé að afar takmörkuðu leyti undir áhrifum hugmyndafræði ólíkra stjórnmálaflokkar. Aðrir þættir virðast hafa meiri áhrif á útgjaldaþróun, t.a.m. efnahagur og skuldir hins opinbera, þar sem útgjöld dragast mikið saman í samdrætti og efnahagskreppu. Svo virðist vera sem að góð heilbrigðisþjónusta sé markmið þvert á stétt og stjórnmálalega hugmyndafræði hins vegar virðist vera telur höfundur að stefnubreyting hafi orðið í heilbrigðismálum á 9. Áratug síðustu aldar með aukinni áherslu á hagræðingu í rekstri og aukinni kostnaðarþátttöku sjúklinga.

Samþykkt: 
  • 20.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28376


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerd_Thorhildur_2017.pdf2.44 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna