is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísindadeild > Meistarverkefni í félagsvísindadeild (MA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28378

Titill: 
 • Stefnum saman í rétta átt : starfshættir skólastjóra - áhrif þeirra á breytingaferli
 • Titill er á ensku Heading in the right direction together : school principal’s practices – influences in the change processes
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Viðfangsefni þessarar ritgerðar eru viðhorf kennara til starfshátta skólastjóra í breytingaferli. Annars vegar eru skoðaðar nokkrar kenningar og rannsóknir fræðimanna um breytingastjórnun, árangursríkt skólastarf og mikilvægi faglegrar forystu og þær speglaðar við viðfangsefnið. Skoðaðir eru ýmsir þættir svo sem hvað einkennir starfshætti skólastjóra og þá skóla sem náð hafa árangri, hvað einkennir breytingaferli og hver sé munurinn á stjórnanda og leiðtoga. Eins var rýnt í umgjörð íslensks skólakerfis og forysta skólastjóra skoðuð út frá íslenskum rannsóknum. Hins vegar er í ritgerðinni sagt frá rannsókn þar sem við öflun gagna var notuð eigindleg aðferð byggð á viðtölum við níu kennara úr þremur ólíkum skólum sem gengið höfðu í gegnum breytingaferli. Megintilgangur rannsóknarinnar var að leita svara við spurningunni: Hvað er það í starfsháttum skólastjóra sem gerir það að verkum að kennarar eru tilbúnir til þátttöku í breytingaferli og eru jákvæðir varðandi breytingarnar?
  Sérstaklega var skoðað hvaða hlutverk skólastjórar hafa í breytingaferli og hvaða þættir í fari þeirra eða stjórnunarstíl skipta mestu máli til að kennarar verða fúsir að fara með í vegferðina. Stuðst var við viðtalsramma og var leitast við að hafa spurningar hálfopnar.
  Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að ákveðnir eiginleikar í fari skólastjóra hafi mest áhrif á það að breytingar eigi sér stað og að kennarar séu jákvæðir til þátttöku. Í því sambandi má nefna að skólastjórinn hafi ákveðna sýn hvert stefnt skuli, mikinn metnað fyrir framförum, nái að skapa samhug um breytingarnar og vinni náið með fólkinu. Einnig benda niðurstöður til þess að jákvæð samskipti starfsfólks við skólastjórann auk trausts, heiðarleika og gleði skipti miklu máli. Þátttaka allra frá upphafi í þróun og innleiðingu virðist skipta verulegu máli í breytingunum og einnig að hvati breytinganna verði til innan skólans. Niðurstöður þessarar rannsóknar á samhljóm með rannsóknum, kenningum og skrifum fræðimanna um þá starfshætti skólastjóra sem eru árangursríkir í allri skólaþróun.
  Lykilorð: Breytingaferli, leiðtogi, stjórnandi, skólastjóri, árangur.

 • Útdráttur er á ensku

  The subject of this thesis is to study teachers views and experience when going through changes led by school principals. On one hand the thesis considers several theories and research done on change management, effective teaching, and the importance of professional leadership. Different factors are observed, for example what characterizes the principals and schools that have successfully led significant changes, what are the deciding factors of the successful change process and furthermore what is the difference between a manager and a leader. The governmental framework around the educational system is observed and the role of the principal and his leadership was viewed with regards to published Icelandic research projects. Furthermore, this thesis is based on a qualitative research built on interviews with nine teachers from three different schools that had recently gone through considerable changes. The main purpose of this research was to get answers to the question: What is it in the procedures of an effective principal that makes teachers cooperative and positive towards implementing changes?
  The role of the principal in the change process was considered - which characteristics or management styles made the most difference when motivating teachers to support changes. In the interview framework, questions were put forward in a semi open way.
  The results of this research indicate that particular characteristics of a principal have a determining effect on how effectively and positively they manage to bring about changes and motivate teachers. These characteristics include clear vision, ambition for improvement and ability to encourage team spirit with regards to the changes. The results also showed that open communication between the principal and the teachers, trust, honesty, and emphasis on general enjoyment made a big difference. Getting the whole team on board shows to be very important to ensure effective changes. It is also important to drive changes from within the schools. The main findings of this research are to a large extent in line with published research, theories, and writings on the same subject made by researches and scholars on the subject.
  Keywords: Changes, leader, manager, principal, success.

Samþykkt: 
 • 20.6.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/28378


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Björk Sigurðardóttir_MA_lokaverk..pdf1.33 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna