is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísindadeild > Meistarverkefni í félagsvísindadeild (MA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28381

Titill: 
 • Þetta er bara bévítans hark : veruháttur íslenskra óperusöngvara og upplifun af starfsvettvangi
 • Titill er á ensku Habitus of Icelandic Opera Singers and Experience in the Field of Work
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Rannsóknin er unnin út frá kenningum Bourdieu þar sem markmiðið er að varpa ljósi á tónlistarveruhátt (e. musical habitus) íslenskra söngvara, kortleggja leikreglur klassíska söngvettvangsins frá sjónarhóli söngvara og varpa ljósi á hvernig íslenskir söngvarar upplifa starf sitt á Íslandi og erlendis. Höfundur er sjálfur klassískt menntaður óperusöngvari og þekkir af eigin reynslu og frásögnum kollega sinna hversu torveld söngbrautin getur verið.
  Meginefniviður rannsóknar eru hálfopin eigindleg viðtöl við átta söngvara af báðum kynjum. Niðurstöðurnar leiddu í ljós að viðmælendur höfðu allir notið ríks tónlistaruppeldis í foreldrahúsum og þjálfað tónlistarveruháttinn með söng. Drifhvötin til þess að leggja sönginn fyrir sig virðist aðallega vera ánægjan af því að syngja og leika. Söngvarar færa ýmsar fórnir til að mega fást við það. Þeir læra margir að sætta sig við að vera valdalitlir á vettvanginum, með lítið starfsöryggi, bág kjör og starfsmöguleika. Félagsauður er mikilvægur til þess að verða sér úti um verkefni og jarðarfararsöngur og söngkennsla virðist vera stöðugusta tekjuleiðin á Íslandi. Mögulegar ástæður kulnunar og brotthvarfs úr starfi eru; framkomukvíði, söngtæknileg vandamál, lítið starfsöryggi og sjálfsákvörðunarvald. Kynjamismunun og kynferðisleg áreitni er einnig þekkt vandamál meðal kvenna. Flestir söngvaranna sögðust ekki geta ráðlagt öðrum að velja þennan starfsvettvang.

 • Útdráttur er á ensku

  Abstract
  The study is based on the theoretical framework of the French sociologist Pierre Bourdieu with the aim to shed light on the musical habitus of Icelandic classical singers, delineate the rules of the classical singing field from the point of view of singers, and to examine how classical singers experience their occupation in Iceland and abroad. The author is a classically educated opera singer and knows from own experience and the reports of colleagues how strenuous the singing career can be.
  The research method used was conducting semi-structured qualitative interviews with eight singers of both genders. The results showed that interviewees had all enjoyed extensive musical education in their parents’ home and had trained the musical habitus by singing. The drive to choose singing as a profession seems mainly to be the pleasure derived from singing and acting. Singers make various sacrifices to be able to practice it. Many learn to accept having little power in the occupational field, with little job security, low wages, and meagre employment opportunities. Social networks are important in gaining jobs and funeral singing and teaching appear to be the most stable income path in Iceland. Possible reasons for burnout and job leaving are: musical performance anxiety, technical singing problems, poor job security and minimal powers of self-determination. Sexual discrimination and sexual harassment are also known problems among female singers. Most of the singers said that they would not be able to recommend this occupation to others.

Samþykkt: 
 • 20.6.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/28381


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistararitgerð_Ása_Gestsdóttir_skemman_lokautgafa.pdf1.35 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna