is Íslenska en English

Lokaverkefni

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Kandídatsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28383

Titill: 
  • Neikvæð fæðingarreynsla. Meðferðarúrræði ljósmæðra og fyrirbyggjandi aðgerðir
  • Titill er á ensku Negative birth experience. Midwifery-led interventions and preventive measures
Útdráttur: 
  • Neikvæð fæðingarreynsla er tiltölulega algeng um allan heim og getur hún haft mjög alvarlegar og langvarandi afleiðingar fyrir barnshafandi konu og fjölskyldu hennar. Ýmsir þættir geta stuðlað að eða valdið því að kona upplifi fæðingu á neikvæðan hátt og geta það verið þættir sem tengjast henni sjálfri, fæðingunni eða þeirri umönnun sem hún fær í fæðingunni.
    Tilgangur verkefnisins er að kanna hvaða úrræði ljósmæður hafa til þess að bjóða konum sem eiga neikvæða fæðingarreysnlu að baki og hvernig þau úrræði gagnast þeim. Þá verður einnig skoðað hvort og þá hvernig ljósmæður geti dregið úr líkum á því að konur upplifi fæðingar á neikvæðan hátt. Gerð var fræðileg samantekt þar sem leitað var að heimildum frá árunum 2007-2017 en einnig voru teknar með eldri greinar. Leit fór fram í viðurkenndum erlendum gagnasöfnum.
    Niðurstöður sýndu að þau úrræði sem eru í boði eru mismunandi útfærslur af samtalsmeðferðum, þar sem konum er boðið að ræða fæðinguna. Áhrif þessara meðferða voru þó óljós og virtust flestar þeirra ekki hafa jákvæð áhrif á alvarleg sálræn vandamál eins og áfallastreitu, áfallastreituröskun og þunglyndi. Það var þó greinilegt að konur kunnu að meta þessar íhlutanir og greindu nær allar konur frá ánægju með það að fá að ræða fæðingarreynsluna við fagfólk og fannst það hjálplegt. Þá kom í ljós að ljósmæður geta gert ýmislegt til þess að draga úr líkum á neikvæðri fæðingarreynslu. Þær aðgerðir byggðust fyrst og fremst á góðum samskiptum, stuðningi og nægri upplýsingagjöf, auk þess að greina þær konur sem eru í aukinni hættu á neikvæðri fæðingarreynslu.
    Íhlutanir við neikvæðri fæðingarreynslu er mikilvæg þjónusta fyrir þær konur sem upplifa slíkt og eru ljósmæður vel til þess fallnar að veita þá þjónustu. Leggja þarf áherslu á fyrirbyggjandi aðgerðir og ljósmæður þurfa að vera meðvitaðar um áhættuþætti og bera virðingu fyrir reynslu kvenna. Rannsaka þarf betur þetta svið og er þörf á nýjum samanburðarrannsóknum.
    Lykilhugtök: fæðingarreynsla, áfall, neikvæð, íhlutanir, viðrun, stuðningur og ljósmæðrastýrð umönnun.

Samþykkt: 
  • 21.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28383


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni.lokaeintak.pdf529.72 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Fylgiskjal.pdf392.52 kBLokaðurYfirlýsingPDF