is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Lagadeild > Meistaraverkefni í lagadeild (MA/ML) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28398

Titill: 
 • Hlutfall mæðra og feðra sem falin er forsjá barns : hefur meginreglan um jafnrétti kynjanna áhrif á niðurstöðu máls þegar dómari tekur ákvörðun um forsjá barns?
 • Titill er á ensku Correlation of parental gender and child custody : does gender bias affect the determination of custody?
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Hér á landi ríkir sá misskilningur að þegar foreldrar deila um forsjá barns, sé móður falin forsjá í meirihluta tilfella og að til þess að föður sé falin forsjá þurfi móðir að sýna af sér mikla vanrækslu gagnvart barninu.
  Í 34. gr. barnalaga eru talin upp hvaða atriði það eru sem dómari á að líta til þegar tekin er ákvörðun um forsjá barns, þau eru eftirfarandi: hæfni foreldra, stöðugleiki í lífi barns, tengsl barns við foreldra sína, umgengnisréttur, hætta á ofbeldi á heimili barns, vilji barns og systkinahópur. Ekki er um tæmandi talningu að ræða. Í þeim tilgangi að meta hvort meginreglan um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla hefði áhrif á niðurstöður í forsjármálum var gerð ítarleg rannsókn á úrlausnum Hæstaréttar.
  Til skoðunar voru 63 hæstaréttardómar, þar sem móður var falin forsjá í 33 málum eða í 52% tilfella. Föður var falin forsjá í 27 málum eða í 43% tilfella, en aðeins í þremur málum var systkinahópi skipt milli foreldra eða í 5% tilfella. Þegar litið er á niðurstöður mála má sjá að dómari lítur ávallt til hagsmuna barnsins þegar tekin er ákvörðun um forsjá þess. Jafnrétti kynjanna hefur því ekki áhrif á niðurstöðu í forsjármálum.
  Þegar litið var á prósentuhlutfall við hvert atriði fyrir sig, sem dómari hefur til hliðsjónar mátti sjá afgerandi mun á ýmsum sviðum, sem mætti túlka þannig að jafnrétti sé ekki að fullu náð á öðrum sviðum samfélagsins, sem hafa áhrif á niðurstöðu í forsjárdeilum foreldra.

 • Útdráttur er á ensku

  In Iceland, there is a common misconception that when deciding child custody, the mother is granted custody in much of disputes and in order for the father to be granted custody, gross neglect by the mother must be shown.
  Article 34 of the Children's Act lists what factors the judge must look for when deciding custody, which are: the parent’s aptitude, stability in the child's life, the child's connection to the parents, rights of visitation, risk of violence in the child's home, and the wish of the child or children. In order to assess whether the principle of gender equality affected the outcome of custody, a thorough investigation of the Supreme Court's resolutions was conducted. All Supreme Court rulings from 1992 to 2016 were reviewed.
  A total of 63 Supreme court rulings was reviewed, in where the mother was granted custody in 33 rulings or 52% of the cases. Fathers were granted custody in 27 rulings or in 43% of the cases, but only three rulings resulted in siblings being split between the parents, equaling 5% of the cases. When the results are viewed it clearly shows that the judge always looks to what is best for the child when custody is decided. Thus, equality of the sexes has no influence over rulings in custody cases.
  When the factors that a judge uses to make, his decision are viewed individually it can be considered that equality has not yet been achieved in other areas than the judicial system itself.

Samþykkt: 
 • 22.6.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/28398


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
thelma_dogg_theodorsdottir_ML_lokaverkefni.pdf641.19 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna