is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/284

Titill: 
 • Erfið en dýrmæt reynsla : nýútskrifaðir hjúkrunarfræðingar á slysa- og bráðmóttöku
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna reynslu nýútskrifaðra hjúkrunarfræðinga af því að starfa á þremur stærstu slysa- og bráðamóttökum á Íslandi þ.e. á Landspítala Háskólasjúkrahúsi í Fossvogi, við Hringbraut og á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri.
  Við lestur fræðilegra heimilda kom fram að hjúkrunarfræðingar upplifa streituvaldandi áreiti og álag nánast yfirþyrmandi þegar þeir hefja störf á slysa- og bráðamóttöku. Einnig kom fram að hlutverk hins nýútskrifaða hjúkrunarfræðings er oft erfitt og snerta sumar aðstæður þá illa. Skipulagður stuðningur er því nauðsynlegur fyrstu mánuði þeirra í starfi til að auðvelda þeim breytinguna frá því að vera hjúkrunarfræðinemi í það að starfa sem nýútskrifaður hjúkrunarfræðingur.
  Settar voru fram þrjár rannsóknarspurningar og við völdum að nota eigindlega rannsóknaraðferð. Stuðst var við Vancouver skólann í fyrirbærafræði. Þátttakendur voru sjö nýútskrifaðir hjúkrunarfræðingar sem starfað höfðu í sex til tólf mánuði á slysa- og bráðamóttöku. Tekið var eitt viðtal við hvern þátttakanda, það vélritað upp orðrétt og þemu greind. Þrjú meginþemu og nokkur undirþemu voru greind og út frá þeim var yfirþemað greint, „Erfið en dýrmæt reynsla“ og greiningarlíkan sett fram.
  Að okkar mati er helsta niðurstaða rannsóknarinnar sú að starf á slysa- og bráðamóttöku sé dýrmæt reynsla sem á eftir að reynast vel í starfi seinna meir. Ýmsir erfiðleikar komu þó í ljós þessa fyrstu sex mánuði þátttakenda okkar í starfi, þar má nefna að ná tökum á öllum hjúkrunarviðfangsefnum deildarinnar, samskipti við sjúklinga og samstarfsfólk og að annast fólk í lífshættu. Þátttakendur voru sammála um að aukin ábyrgð væri aðal munurinn á því að starfa sem hjúkrunarfræðinemi og sem nýútskrifaður hjúkrunarfræðingur á slysa- og bráðamóttöku. Þeim fannst mikilvægt að fá formlega aðlögun þar sem sami leiðbeinandinn fylgdi þeim allan tímann.
  Þær ályktanir sem draga má af niðurstöðum rannsóknarinnar sýna að aðlögun og stuðningur við nýútskrifaða hjúkrunarfræðinga þarf að vera í samræmi við umfang deildanna þ.e slysa- og bráðamóttöku. Einnig að það sé mikilvægt að hinn nýútskrifaði hjúkrunarfræðingur fylgi sama leiðbeinanda í aðlögunarferlinu.
  Lykilorð: Nýútskrifaðir hjúkrunarfræðingar, slysa- og bráðamóttaka, hlutverkabreyting og aðlögun.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri
Samþykkt: 
 • 1.1.2002
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/284


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
erfid.pdf442.46 kBTakmarkaðurErfið en dýrmæt reynsla - heildPDF
erfid-f.pdf88.25 kBOpinnErfið en dýrmæt reynsla - forsíðaPDFSkoða/Opna
erfid-fs1.pdf56.22 kBOpinnErfið en dýrmæt reynsla - fylgiskjal 1PDFSkoða/Opna
erfid-fs2.pdf167.95 kBOpinnErfið en dýrmæt reynsla - fylgiskjal 2PDFSkoða/Opna
erfid-fs3.pdf56.75 kBOpinnErfið en dýrmæt reynsla - fylgiskjal 3PDFSkoða/Opna
erfid-fs4.pdf160.64 kBOpinnErfið en dýrmæt reynsla - fylgiskjal 4PDFSkoða/Opna
erfid-fs5.1.pdf174.22 kBOpinnErfið en dýrmæt reynsla - fylgiskjal 5.1PDFSkoða/Opna
erfid-fs5.2.pdf119.04 kBOpinnErfið en dýrmæt reynsla - fylgiskjal 5.2PDFSkoða/Opna
erfid-fs5.3.pdf177.42 kBOpinnErfið en dýrmæt reynsla - fylgiskjal 5.3PDFSkoða/Opna
erfid-fs5.4.pdf109.01 kBOpinnErfið en dýrmæt reynsla - fylgiskjal 5.4PDFSkoða/Opna
erfid-fs6.pdf57.16 kBOpinnErfið en dýrmæt reynsla - fylgiskjal 6PDFSkoða/Opna
erfid-fs7.pdf55.7 kBOpinnErfið en dýrmæt reynsla - fylgiskjal 7PDFSkoða/Opna
erfid-fs8.pdf71.58 kBOpinnErfið en dýrmæt reynsla - fylgiskjal 8PDFSkoða/Opna
erfid-fs9.pdf63.6 kBOpinnErfið en dýrmæt reynsla - fylgiskjal 9PDFSkoða/Opna
erfid-fs10.pdf48.61 kBOpinnErfið en dýrmæt reynsla - fylgiskjal 10PDFSkoða/Opna
erfid-fs11.pdf79.93 kBOpinnErfið en dýrmæt reynsla - fylgiskjal 11PDFSkoða/Opna
erfid-h.pdf109.16 kBOpinnErfið en dýrmæt reynsla - heimildaskráPDFSkoða/Opna
erfid-u.pdf104.76 kBOpinnErfið en dýrmæt reynsla - útdrátturPDFSkoða/Opna
erfid-e.pdf131.23 kBOpinnErfið en dýrmæt reynsla - efnisyfirlitPDFSkoða/Opna