is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Meistaraverkefni í viðskiptadeild (MS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28402

Titill: 
 • Hver er upplifun Íslendinga á því að búa í Danmörku og hvernig upplifa Íslendingar viðhorf Dana gagnvart sér eftir stóra viðburði sem snerta Ísland á síðustu árum?
 • Cultural differences : Icelander's experience of living in Denmark
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmið þessa verkefnis er að bera saman þjóðmenningu Íslendinga og Dana með hliðsjón af menningarvíddum Hofstede og sjá hvort það sé einhver munur á þessum tveimur þjóðum. Og verður það gert með því að styðjast við fyrri rannsóknir Hollendingsins Geert Hofstede þar sem hann fer í rannsókn sinni yfir mun á menningu í 93 mismunandi löndum, og þar með talið verður farið yfir bæði Ísland og Danmörku.
  Enn fremur er stuðst við könnun sem gerð var meðal Íslendinga sem eru búsettir í Danmörku og þeir spurðir um upplifun sína af því að búa og starfa í Danmörku.
  Að auki verður gerð skoðanakönnun sem Íslendingar búsettir í Danmörku eiga að svara til að bæði lýsa því hvernig þeir upplifa það að búa þar og hvort það sé eitthvað sem hefur gert það að verkum að viðhorfið til þeirra hefur eitthvað breyst eftir að stórir atburðir í sögu Íslands þessi síðustu ár hafi breytt einhverju.
  Samkvæmt rannsókn Hofstede þá er ekki mikill munur á milli Íslendinga og
  Dana. Einnig var komist að þeirri niðurstöðu að hvernig atburðir tengdir Íslendingum getur haft áhrif á búsetu þeirra, þar sem til að mynda hafa næstum einn af hverju fjórum fundið fyrir því að þeim hafi verið kennt um hvernig fór í fjármálakreppunni 2008 ásamt eldgosinu í Eyjafjallajökli 2010 og hvernig viðhorfið breyttist svo þegar að Íslenska landsliðinu gekk svona vel í Evrópumótinu í fótbolta árið 2016.

Samþykkt: 
 • 22.6.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/28402


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
IsleifurOrnThorsen_MA_lokaverk.pdf2.4 MBOpinnPDFSkoða/Opna