Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/28404
Mikið hefur verið skrifað um mismunandi húsnæðislán á Íslandi, kosti þeirra og galla. Almennt er talið að verðtryggð lán séu ein óhagstæðustu lán sem hægt er að taka. Þessi ritgerð gengur hinsvegar út á það að skoða hvort hægt sé að láta verðtryggt lán verða hagstæðara fyrir lántakann með því að greiða inn á það eftir greiðsluferli óverðtryggðs láns. Skoðað verður verðtryggt lán með jöfnum greiðslum á móti óverðtryggðu láni með jöfnum greiðslum. Þar sem óverðtryggð lán innihalda svokallað vaxtaálag er niðurstaðan sú að auðvelt er að hraða endurgreiðsluferlinu með þessum nýja greiðsluferli og eignast meiri hlut í fasteigninni á minni tíma, fyrir nákvæmlega sömu krónutölu útborgaða úr vasa lántakans. Heildarkostnaðurinn verður einnig mun lægri. Athyglisvert var að sjá að með þessum nýja greiðsluferli var verðtryggða lánið ekki nema 4 ár að taka fram úr því óverðtryggða, með tilliti til eftirstöðva höfuðstóls lánsins. Einnig verður farið í hvernig hinn venjulegi lántaki geti fylgst með lánastofnunum og spáð í það hvort þessi aðferð sé möguleiki hverju sinni, þar sem alltaf er um að ræða óvissu með verðbólgu framtíðarinnar.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
BS_Lokaskil_Mani.pdf | 2,26 MB | Open | Heildartexti | View/Open |