en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/2840

Title: 
  • Title is in Icelandic Þarfir aðstandenda sem njóta líknandi meðferðar í heimahúsi: Fræðileg úttekt
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Tilgangurinn með þessari fræðilegu samantekt var að skoða þarfir aðstandenda sjúklinga sem njóta líknandi meðferðar í heimahúsi. Algengt er að fólk dvelji heima allt að lífslokum og að þátttaka aðstandenda í umönnun sé mikil. Því er nauðsynlegt að heilbrigðisstarfsfólk meti líðan þeirra og þarfir. Rannsóknarspurningarnar sem settar voru fram voru: 1) hverjar eru þarfir aðstandenda sjúklinga sem njóta líknandi meðferðar í heimahúsi og 2) hvaða úrræði eru í boði til að mæta þessum þörfum. Gerð var ýtarleg leit að rannsóknum þar sem þörfum aðstandenda sjúklinga sem njóta líknandi meðferðar í heimahúsi var lýst og sagt frá því hvernig þörfunum var mætt. Leitað var í gagnagrunnunum PubMed, Scopus og ProQuest, á tímabilinu 2003-2008. Helstu niðurstöður leiddu í ljós að líðan aðstandenda er misjöfn og spilar þar inní hversu vel þörfum þeirra er mætt á þessu tímabili. Aðstandendur hafa fjölbreyttar og umfangsmiklar þarfir, en þær helstu eru upplýsinga- og fræðsluþarfir og þörf fyrir andlegan stuðning, en þeirri þörf var jafnframt hvað minnst mætt. Að mati aðstandenda er þessum þörfum best mætt með góðri fræðslu og haldgóðum upplýsingum ásamt stuðningi, bæði eftir formlegum- og óformlegum leiðum, frá fagfólki, ættingjum eða vinum. Nauðsynlegt er að rannsaka hvaða ástæður eru fyrir því að þessum þörfum er ekki fyllilega mætt.
    Lykilorð: Líknandi meðferð, meðferð við lífslok, heimahjúkrun og þarfir aðstandenda.

Accepted: 
  • May 27, 2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2840


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Þarfir aðstandenda sjúklinga sem njóta líknandi meðferðar í heimahúsi_fixed.pdf400,24 kBOpenHeildartextiPDFView/Open