is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Meistaraverkefni í viðskiptadeild (MS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/28414

Titill: 
  • Frá útrás til endurreisnar : skipulagsbreytingar Kaupþings banka / Arion banka 2003-2014
  • From international worldview to domestic reconstruction : organisational changes at Kaupþing bank
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar er tvíþætt, annars vegar að skoða breytingar á stefnumiðaðri stjórnun og skipulagi íslenskra fyrirtækja eftir hrun og hins vegar að skoða hvort slíkar breytingar hafi aukið áherslu á innri ferla og gæði. Rannsóknin byggir meðal annars á niðurstöðum INNFORM-könnunarinnar sem framkvæmd var árið 2015 af höfundi þessarar ritgerðar og var ætlað að gefa innsýn í hvort og þá hvernig slík þróun hefði orðið á skipulagi stærstu íslensku fyrirtækjanna á árunum 2010–2014. Einnig var skoðað raundæmi, Kaupþing banki sem varð Arion banki árið 2009 og viðtöl tekin við stjórnendur bankans í því skyni að fá fram viðhorf þeirra til þeirra breytinga sem urðu á fyrirtækinu á árunum 2003–2014. Notast var við lýsandi tölfræði, krosskeyrslur og fylgnimælingar við greiningu niðurstaðna.
    Helstu niðurstöður gefa vísbendingar um að stjórnskipulag íslenskra fyrirtækja hafi tekið breytingum eftir hrun og að þau leggi meiri áherslu á innri ferla, skilvirkni og gæði en áður. Umboðsveitingar fyrirtækja hafa aukist og sá þáttur hefur marktæk tengsl við ferlastýrt skipulag, það er fléttu og verkefnaskipulag. Á móti kemur að áhersla á ytri þætti eins og viðskiptavini hefur minnkað mikið eftir hrun en þó virðist sú áhersla nú fara vaxandi aftur. Flest höfðu fyrirtækin sem svöruðu könnuninni farið í gegnum endurskipulagningu á vinnuferlum og hafði hún skilað árangri. Þegar horft var til þeirra þátta sem mynda gæði reyndist aðeins vera marktæk fylgni milli stjórnunar upplýsinga og árangurs af endurgerð vinnuferla. Niðurstöður sýna að töluvert hefur dregið úr því eftir hrun að fyrirtæki kynni megingildi og hlutverk formlegrar stefnu. Hins vegar sýna niðurstöður að þessir þættir formlegrar stefnu hafa jákvæð tengsl við heildarþátt gæða. Þessar niðurstöður virðast vera nokkuð í takt við þær breytingar sem orðið hafa á skipulagi Kaupþings/Arion banka. Mikil áhersla er lögð á formlega stefnu innan bankans og áhersluþættir hennar virðast hafa skilað árangri. Viðskiptavinurinn er miðlægur í starfsemi bankans og allir ferlar taka mið af honum. Með innleiðingu straumlínustjórnunar (e. lean management) jókst skilvirkni bankans til muna og starfsemin virðist nú vera drifin áfram af þáttum sem mynda gæði.

  • Útdráttur er á ensku

    The purpose of this study was two fold. Firstly it was designed to analyze changes in strategic organizational management and secondly to determine whether any such changes resulted in an increased emphasis on internal processes and quality. The use of the INNFORM survey was to provide a clear insight into whether, and then how the structure of Icelandic companies developed between the years of 2010 and 2014. Included in the survey are interviews with Senior / Executive Managers of Kaupthing bank / Arion bank who were surveyed for their opinion on the changes that the organization went through between the years of 2003-2014. Descriptive statistics, cross validation and measures of correlation were used to analyze the resulting data. From the study clear conclusions have been drawn indicating that organizational management did change after the Global Financial Crisis (GFC) and an increased emphasis was placed on internal processes, efficiency and quality. Furthermore the provision of mandates within companies increased, resulting in a positive correlation between process oriented organizations, i.e. matrix organizations and project structure. Simultaneously the emphasis on external factors such as customers decreased, this however appears to now be back on the rise again. Most of the participating companies had gone through a process restructure during the period and all of them have had some degree of success as a result of the work carried out. Of the factors that contribute to quality there seems to be a correlation between control of information and successful process re-engineering. Official company policies that contain an explanation of their core values and functions have significantly decreased since the GFC. It is however evident that there remains a positive correlation between official policies and overall contribution to quality. The results above seem to be in line with the organizational changes that have occurred at Arion bank. There is significant emphasis on official policies within the bank and overall it seems to be providing positive results. The bank runs a customer-focused approach throughout its process landscape. After the bank implemented lean methodology its efficiency increased significantly and its operations appear to be driven with a focus on quality.

Athugasemdir: 
  • Þetta er uppfært skjal og því lokaskjal inn á Skemmuna
Samþykkt: 
  • 22.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28414


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
AnnaMarínÞórarinsdóttir_MS_Lokaverkefni.pdf2,18 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Skjal þetta má ekki afrita nema með leyfi höfundar.