is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/2842

Titill: 
  • Aðkoma sveitarfélaga að ferðamálum : skiptir stuðningur máli?
Titill: 
  • Does support for Rural Tourism make a difference?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessa verkefnis er einkum að sjá hvernig tvö sambærileg sveitarfélög styðja við
    ferðamál og hvort áherslur þeirra séu sambærilegar, það er, rannsaka hvort opinber stefna í
    ferðamálum sé til í viðkomandi sveitarfélögum og hvernig henni sé þá framfylgt.
    Rannsóknaraðferðin sem er notuð til að fá fram sem raunhæfasta mynd er hálf opin viðtöl, þar
    sem þessi rannsókn fellur undir það að vera raunrannsókn. Fjallað er um ferðaþjónustu á Íslandi
    og einnig er horft til þess hvernig hún er í löndum hér í kringum okkur. Stefnumótun í
    ferðaþjónustu er gerð skil bæði hjá sveitarfélögum og á Íslandi í heild sinni. Út frá þeirri sýn er
    skoðað hvernig stuðningur við ferðaþjónustu er á Íslandi og hver hagrænu áhrif hennar eru.
    Niðurstöður sýna að stefnumótun er misjöfn eftir sveitarfélögum þó svo að til sé opinber
    stefnumótun fyrir ferðaþjónustu á Íslandi. Sveitarfélög sem eru borin saman hér í þessari
    rannsókn eru Reykjanesbær og Sveitarfélagið Árborg. Þessi tvö sveitarfélög eru sambærileg að
    því leiti að þau eru sameinuð úr þremur sveitarfélögum, eru staðsett nálægt vinsælum
    ferðamannastöðum og hafa átt erfitt með að fá ferðamanninn til að staldra við. Fram kom í máli
    viðmælenda að Reykjanesbær hefur á undanförnum árum byggt upp öflugt ferðaþjónustu á
    meðan Árborg hefur lítið sinnt þessum málaflokki. Einstaklingsframtakið er það sem hefur
    frekar gilt þar án samvinnu eða stuðnings sveitarfélagsins. Með efnahagshruninu má telja að
    ferðaþjónusta sé sú grein sem á framtíðina fyrir sér en uppbygging hennar byggist á stuðningi
    og velvilja opinbera aðila.

Samþykkt: 
  • 27.5.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2842


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BSritgerd_aslaug_vor2009_fixed.pdf1.87 MBLokaðurPDF