is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28420

Titill: 
 • Þjónusta og ímynd Arion banka, Íslandsbanka og Landsbanka
 • Service quality and image Arion banki, Íslandsbanki and Landbanki
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Eftirfarandi ritgerð hefur það að markmiði að segja frá hugtökunum þjónusta og ímynd, ásamt öðrum hugtökum þeim tengdum. Allt eru þetta hugtök sem eru mikilvæg í stefnumótun og áherslum fyrirtækja. Hvar vilja fyrirtækin staðsetja sig á markaðnum og fyrir hvað vilja þau standa?
  Markmið ritgerðarinnar er að rannsaka ímynd þriggja stóru viðskiptabankanna, sem veita einstaklingum og fyrirtækjum á íslenskum markaði, hefðbundna viðskiptabankaþjónustu auk þess að bera saman þjónustu bankanna og hvernig þeir mæta þjónustuvíddunum fimm: Áreiðanleika, svörun/viðbragði, trúverðugleika, hluttekningu/viðmóti og framkomu og að lokum áþreifanleika. Og að lokum er viðskiptatryggð bankamarkaðarins og hvers viðskiptabanka mæld.
  Rannsóknaspurningarnar eru:
  1. Hver er ímynd Arion banka, Landsbanka og Íslandsbanka?
  2. Hvað eiga stóru viðskiptabankarnir sameiginlegt þegar höfð eru í huga, þjónusta og ímynd?
  3. Hversu mikla tryggð á hver viðskiptabanki hjá sínum viðskiptavinum?
  Til að svara ofangreindum spurningum framkvæmdi höfundur netkönnun í þremur hlutum.
  • Fyrsti hluti til að mæla ímynd bankanna, Arion banka, Íslandsbanka og Landsbanka. Ímynd hvers banka er mæld á meðal eigin viðskiptavina sem og hver ímynd hvers banka er á meðal viðskiptavina allra þátttakenda sem luku könnuninni.
  • Annar hluti kannar hvernig viðskiptavinur upplifir veitta þjónustuna hjá sínum viðskiptabanka og gefur hverri þjónustuvídd einkunn.
  • Þriðji hluti til að mæla viðskiptatryggð (NPS stuðull) bankanna á íslenskum markaði og á meðal sinna viðskiptavina.
  Til að svara spurningu eitt eru niðurstöður settar fram í vörukortum út frá þátttöku almennings og viðskiptavinum stóru viðskiptabankanna. Til að svara spurningu tvö var framkvæmd Servqual greining á skynjaða þjónustu viðskiptavina stóru viðskiptabankanna. Og að lokum til að svara spurningu þrjú er þátttaka fyrrgreindu viðskiptavinanna í NPS rannsókn notuð.
  Helstu niðurstöður benda til þess að ímynd viðskiptabankanna sé mest tengd spillingu í huga almennings og jákvæða hliðar ímyndar hvers banka er ávallt hæst metnar hjá þeirra eigin viðskiptavinum. Hluttekning er þar sem allir viðskiptabankarnir skora lægst í veittri þjónustu og að sama skapi skora þeir allir hæst í áþreifanleika. Þeir líta því vel út en skortir umhyggju að mati markaðarins.
  Viðskiptatryggð íslensku viðskiptabankanna hefur versnað frá árinu 2014, langmest hjá Arion banka.

Samþykkt: 
 • 22.6.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/28420


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS-loka-lokaeintak.pdf1.09 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna