is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísindadeild > Meistarverkefni í félagsvísindadeild (MA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28422

Titill: 
 • List augnabliksins : fræðslustarf Borgarleikhússins
 • Titill er á ensku Art of the moment : the educational work of Borgarleikhús, Reykjavík city theatre
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Fræðslustarf í leikhúsi hefur verið í stöðugri þróun víðs vegar í heiminum eftir að markvisst var farið að huga að því í upphafi 20. aldar. Hérlendis hefur aukin meðvitund varðandi fræðslu barna og ungmenna um menningu verið að aukast, en áhersla á gerð menningarstefnu hjá ríki og sveitarfélögum hefur beint athyglinni enn frekar að málefninu.
  Í rannsókninni er leitað eftir svörum um hver staða fræðslustarfsemi sé í leikhúsum með sérstakri áherslu á fræðslustarf Borgarleikhússins.
  „Þarf fræðslustarf í leikhúsum að berjast fyrir tilvist sinni?” er spurningin sem leitast verður eftir að svara. Ólíkir þættir hafa áhrif á starfið, hvort sem það er rekstur eða samstarf. Þessir þættir verða hér settir í samhengi og starfið skoðað í samanburði við rannsóknir, kenningar og starf erlendis sem hér á landi.
  Markmið rannsóknarinnar er að fara yfir þá þætti sem hafa sýnt í erlendum rannsóknum að hafi skilað árangri á þeim forsendum að miðla menningu til barna og ungmenna. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna fram á að það sé verðugt að skoða þetta málefni og virkja umræður á þeim grundvelli að leikhús sé fyrir alla en til þess að starf þrífist til langtíma þarf að ala upp kynslóð sem nýtur þess að fara í leikhús.

Samþykkt: 
 • 22.6.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/28422


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir_MA_Ritgerð.pdf562.77 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna