is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28423

Titill: 
  • Sumarbúðir fyrir fötluð börn: Sjónarhorn foreldra
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð fjallar um sumarbúðir fyrir fötluð börn á Íslandi og reynslu fatlaðra barna og foreldra þeirra af þeim. Þjónusta við fötluð börn og fjölskyldur þeirra hefur á síðustu árum verið að breytast í þá veru að taka mið af þörfum allrar fjölskyldunnar. Því skiptir sjónarhorn foreldra fatlaðra barna miklu þegar kemur að því að fjalla um þá þjónustu sem fötluðu barni er veitt. Til að afla þekkingar á reynslu af sumarbúðum og hvernig hún gagnaðist allri fjölskyldunni sem heild var unnin eigindleg viðtalsrannsókn með foreldrum fatlaðra barna. Gagnasöfnun fór að mestu fram á árunum 2016–2017. Gagna var aflað með opnum viðtölum sem tekin voru við tíu foreldra fatlaðra barna á aldrinum 9–18 ára sem dvalið hafa í sumarbúðum. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að þeir þættir sem skipta mestu máli varðandi val á sumarbúðum séu öryggi og velferð barnsins, að það sé í öruggu umhverfi, að velferð þess sé tryggð og að barnið sé í öruggum höndum meðan á dvölinni stendur. Viðmót og framkoma starfsfólks og þekking þess á aðstæðum fatlaðra barna skipti einnig miklu máli svo og það verklag sem unnið var eftir í sumarbúðunum. Loks vó þungt í huga foreldranna að barninu liði vel, að það hefði tækifæri til að taka þátt í skemmtilegu sumarstarfi, prófa nýja hluti og hefði tækifæri til að efla félagsleg tengsl og tilheyra hópi jafningja. Niðurstöður sýna einnig að nútíma hugmyndafræði í málefnum fatlaðs fólks, um mannréttindi og samfélagsþátttöku til jafns við aðra, hefur ekki náð fótfestu í starfsemi sumarbúða hér á landi sem flestar eru aðgreindar og lítið í boði annað en sumarbúðir sem einvörðungu eru ætlaðar fötluðum börnum. Vonast er til að þessi rannsókn verði til þess að efla faglegt starf, fjölbreytni og meira val fatlaðra barna til þátttöku í almennum sumarbúðum.

Samþykkt: 
  • 23.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28423


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing vegna meðferð lokaverkefna.pdf281.17 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Alda Róbertsdóttir.pdf1.28 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna