is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/28424

Titill: 
  • Greining á erfðabreytileika tveggja gena í grunnvatnsmarflónni Crangonyx islandicus
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Um síðustu aldamót fundust á Íslandi tvær einlendar tegundir grunnvatnsmarflóa, Crymostygius thingvallensis og Crangonyx islandicus. Fundur þessa tegunda vakti athygli vegna þess að lífríki Íslands einkennist af lítilli tegundafjölbreytni og fáum einlendum tegundum. Báðar tegundirnar tilheyra ætt marflóa sem er nær eingöngu bundin við grunnvatn. Crangonyx islandicus hefur fundist víða í grunnvatnslindum á eldvirka svæði landsins en Crymostygius thingvallensis er sjaldgæf. Athugun á landfræðilegum breytileika í hvatberaDNA C. islandicus sýndi skýra þróunarlega aðgreiningu stofna innan Íslands sem hafa greinst frá því fyrir upphaf síðustu ísaldar. Aðgreining stofnanna fylgdi vel landfræðilegum aðskilnaði og styður það þá tilgátu að þær hafi lifað undir jökli á jökulskeiðum ísaldar. Elsta aðgreiningin var milli stofns í N-Þingeyjarsýslu og annarra stofna þ.á.m. stofns í S-Þingeyjarsýslu. Greining á breytileika í innröðum á kjarnalitningum og nú síðar á erfðamörkum víðsvegar úr erfðamengi tegundarinnar úr fjórum sýnum frá Þingeyjarsýslum og Þingvallavatni benda til að stofnarnir í Þingeyjarsýslum séu skyldari innbyrðis en við stofninn við Þingvallavatn. Nokkur erfðamörk úr síðastnefndu greiningunni bentu til áhrifa frá náttúrulegu vali vegna mikillar aðgreiningar milli þessara fjögurra sýna, m.a. erfðamörk úr hvatberageninu NADH og úr histón 3 geninu (H3N). Til að greina frekar landfræðilegu frávikin var breytileiki í þessum genum athugaður með því að raðgreina einstaklinga víðsvegar af landinu og erfðabreytileiki þeirra greindur. Í ljós kom að breytileiki í NADH geninu styður fyrri greiningar á hvatberaerfðaefni C. islandicus. H3N sýnir aðskilnað sýnatökustaða frá suðurlandi (S og S‘), suðvesturlandi (SV) og norðausturlandi (NA) í fjórar aðskildar þyrpingar á svipuðum tíma.

  • Útdráttur er á ensku

    Approximately twenty years ago, two amphipod species were found in Iceland, that is Crymostygius thingvallensis and Crangonyx islandicus. This finding was interesting since the Icelandic biota is known for little species diversity and few endemic species. Both belong to a family of amphipods which is almost only found in groundwater. C. islandicus is widespread across the Icelandic volcanic zone but C. thingvallensis is very rare. Research of C. islandicus‘s mitochondrial DNA showed clear evolutionary differentiation within Iceland since the beginning of the last Ice age. The divergence of the populations followed geographical separations and supports the hypothesis that the amphipods survived under glaciers during the last Ice age. A population in the North-Þingeyjarsýsla showed the oldest separation from other populations. Analysis of the genetic variability from ITS regions and later of different markers from four individuals of Þingeyjarsýsla and Þingvallavatn suggested that the populations in the Þingeyjarsýslur are more related within, than to the population of Þingvallavatn. The populations appeared to be under natural selection because of the large differentiation between the four samples, including markers from the mitochondrial gene NADH5 and the histone 3 gene. To analyse the geographical deviations even further the diversity of these genes was characterized by sequencing individuals from different places in Iceland and analyse their genetic diversity. NADH5 diversity supports former characterizations of C. islandicus‘s mtDNA. H3N showed the divergence of groups from the south, the south-west and the North-East of Iceland into four separate clusters around the same time.

Samþykkt: 
  • 23.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28424


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
noreply-skanni-askja@hi.is_20170623_140221.pdf487.75 kBLokaðurYfirlýsingPDF
BS_RITGERÐ_Brynja_Matthíasardóttir_breytt.pdf2.59 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna