is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/28427

Titill: 
  • „Húmor og væntumþykja er kannski það mikilvægasta og auðvitað að vita hvað maður er að fara að gera.“ : um skipulagningu kennslu og bekkjarstjórnun
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Meginmarkmið þessa meistaraverkefnis er að skoða starf umsjónarkennarans með sérstakri áherslu á tengslin milli skipulagningar kennslu og bekkjarstjórnunar. Horft var til heildarskipulags og undirbúnings kennarans fyrir kennsluna, hvaða aðferðir voru viðhafðar í bekkjarstjórnun og við að mynda góðan bekkjaranda ásamt því sem kannað var hvort fas og framkoma kennarans hefði áhrif á nemendur. Þá var einnig skoðað hvort námsumhverfið hefði áhrif á bekkjarstjórnun.
    Rannsóknin var unnin eftir eigindlegri rannsóknaraðferð með fyrirbærafræðilegu sniði. Hálfopin viðtöl voru tekin við fimm starfandi umsjónarkennara nemenda í 3.-6. bekk ásamt því sem framkvæmdar voru vettvangsathuganir þar sem fylgst var með tveimur til fjórum kennslustundum hjá hverjum umsjónarkennara. Viðmælendurnir, fimm konur með fjögurra til tuttugu og fimm ára starfsreynslu, voru valdar með hentugleikaúrtaki.
    Það hefur jafnan verið talið að vel undirbúinn kennari hafi góð tök á bekkjarstjórnun þó fáar rannsóknir hafi verið gerðar sem skoða sérstaklega þessi tengsl. Niðurstöður þessarar rannsóknar styðja þá ályktun að gott skipulag hafi jákvæð áhrif á bekkjarstjórnun. Umsjónarkennararnir voru á sama máli um mikilvægi skipulags og góðs undirbúnings þar sem ólíkum námslegum þörfum nemenda er mætt en þeir töldu jafnframt að kennari væri fljótur að missa tökin í skólastofunni ef hann væri óundirbúinn. Umsjónarkennararnir töldu að vellíðan nemenda væri ein af forsendum þess að nám færi fram. Vettvangsathugun sýndi fram á að þeir leggja sig fram við að skapa nemendum sínum hvetjandi námsumhverfi þar sem bæði nemendum og kennara líður vel. Einlægur áhugi á starfinu, umhyggja fyrir nemendum, húmor og gleði eru meðal þess sem umsjónarkennararnir töldu að hefði jákvæð áhrif á andrúmsloftið í skólastofunni og um leið jákvæð áhrif á bekkjarstjórnun.

Samþykkt: 
  • 27.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28427


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
M.Ed_Adda_Valdis.pdf1,04 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
2017_05_skemman_yfirlysing_M.Ed_30.05.17.pdf110,89 kBLokaðurYfirlýsingPDF