Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/28429
Þessi ritgerð fjallar um tengsl eineltis og mótunar sjálfsmyndar á unglingsárunum. Erfiðar aðstæður eins og einelti geta haft slæmar afleiðingar í för með sér og á það ekki síst við á viðkvæmu skeiði þegar sjálfsmynd er í mótun. Ritgerðin er rannsóknarritgerð og er leitað svara við því hver séu tengsl eineltis og brotinnar sjálfsmyndar hjá unglingum á aldrinum 13-16 ára og hverjar séu afleiðingar þess. Til að svara spurningunni er byggt á niðurstöðum rannsókna og kenningum á sviðinu. Helstu niðurstöður eru þær að einstaklingar með brotna sjálfsmynd eru líklegri til að verða fórnarlömb eineltis og jafnframt getur einelti leitt til minnkandi sjálfstrausts og brotinnar sjálfsmyndar. Afleiðingar eineltis eru misjafnar eftir einstaklingum og er seigla þeirra eitt af því sem getur skipt máli þar. Afleiðingar brotinnar sjálfsmyndar og eineltis eru sambærilegar og má þar nefna kvíða og þunglyndi. Þessar niðurstöður er hægt að nýta til að varpa ljósi á mikilvægi þess að taka tillit til og fylgjast vel með mótun sjálfsmyndar ef einstaklingur glímir við einelti. Áhugavert væri á sjá frekari athuganir á afleiðingum eineltis fyrir þolendur sem höfðu brotna sjálfsmynd fyrir eineltið og fyrir þá sem urðu þolendur áður en sjálfsmynd þeirra brotnaði. Þannig væri hægt að átta sig betur á samspili þessa þátta.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
AldaBjörk BA-lokaskil2017.pdf | 852,17 kB | Open | View/Open | ||
Alda Björk 2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16 (1).pdf | 272,22 kB | Locked | Yfirlýsing |