is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/28430

Titill: 
 • Efling sjálfsmyndar og félagslegrar stöðu nemenda í lífsleiknikennslu : „það er mjög erfitt að byggja upp sjálfsmynd hjá barni sem fær síðan bara pillurnar einn tveir og tíu ef honum verður á að hósta“
 • Titill er á ensku Strengthening the Self-Esteem and Social Status of Students through Life Skills Education : “it’s hard to build up healthy self-esteem in a child if they are immediately ruled out by the smallest mistake”
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Meginmarkmið rannsóknarinnar er að varpa ljósi á hvernig lífsleiknikennslu á miðstigi er háttað í fjórum grunnskólum á landinu. Í því samhengi er sjónum sérstaklega beint að tveimur þáttum en það eru sjálfsmynd og félagsleg staða nemenda. Til þess að kanna það var ákveðið að skoða viðhorf fjögurra kennara á mikilvægi eflingu þáttana tveggja með því að skyggnast inn í lífsleikni kennslu þeirra. Eigindleg aðferðafræði í formi hálfopinna viðtala varð fyrir valinu sem rannsóknaraðferð.
  Markmið höfundar var einnig að skoða hvernig kennarar vinna og skipuleggja kennslu sína með þættina tvo í huga. Þar að auki var litið til áhrifa og árangurs kennslunnar sem og hvað betur mætti fara í að mati kennara. Höfundur leitast einnig við að kortleggja gagnlegt námsefni sem kennarar geta stuðst við í lífsleiknikennslunni og þannig öðlast ákveðna sýn á hvað hugnist þeim best.
  Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu fram á jákvæð viðhorf allra viðmælenda sem voru sammála um að styrking sjálfsmyndar og félagsfærni nemenda væri lykilatriði í lífsleiknikennslu. Vegna örrar samfélagsbreytinga kom í ljós sú afstaða að þörfin væri ef til vill meiri eða mikilvægara en áður að taka á félagslegum þáttum nemenda í grunnskólum í dag.
  Það sem allir viðmælendur áttu einnig sameiginlegt var að þeim fannst að skipuleggja þyrfti kennslustundir á sem fjölbreyttastan hátt með umræðum þar sem rík áhersla væri lögð á tjáningu nemenda. Kennarar skipulögðu vinnu sína með ólíkum hætti og svo virtist sem kennslan tæki talsvert mið af því hvernig nemendahópurinn var samsettur. Erfitt er að alhæfa út frá niðurstöðum rannsóknarinnar en þó virðist sem lífsleiknikennslan geti skilað árangri og haft áhrif að sögn kennara. Notkun kennslubóka virðist vera í lágmarki, en aðeins fjórir titlar komu til tals í rannsókninni.
  Af niðurstöðum rannsóknarinnar um gagnsemi námsefnis telur rannsakandi að agastefna hvers skóla skipi stærstan þátt kennslunnar sem og ýmis verkefni kennara sem reynst hafa þeim vel í gegnum tíðina. Ýmsar rannsóknir hafa sýnt fram á að lífsleiknikennsla geti gegnt ákveðnu forvarnargildi og í ljósi þess telur rannsakandi afar þarft að skoða nánar stöðu lífsleikninnar í dag og styðja betur við bakið á kennurum til eflingar fagmennsku þeirra á þessu sviði.

 • Útdráttur er á ensku

  The main goal of this project is to get an overview of life skills education in four elementary schools in Iceland, with the primary areas of focus being the development of self-esteem and the strengthening of social skills in students. It was decided to explore the perspectives of four teachers on the importance of enhancing these two factors by examining their life skills teaching methods. A qualitative methodology in the form of a semi-open interviews was therefore chosen for this inquiry.
  A secondary goal is to examine how the teachers work and organize their teaching with these two factors in mind and to assess the impact and effectiveness of said teaching, as well as generate suggested improvements. The author also strives to map out learning materials that could be useful for the teachers in their life skills education curriculum, thereby gaining a better understanding of their preferences.
  The results of this project showed a positive attitude from all interviewees to life skills education, and that strengthening the self-esteem and social skills of students were considered key elements. The teachers also stressed that the need to focus on the social aspects of students today is more important than ever due to rapid changes in society.
  Other results of the project show that the composition of the student group has a significant impact on how the teachers plan their lessons. And that, even though the interviewees organize their lesson in a wide variety of ways, they all agree on the importance of discussion and expression in the classroom. Additionally, the use of textbooks seems to be minimal, with only four titles included in the study.
  Each school's discipline model also seems to play a crucial role in the teachers’ choices while planning their life skills lessons, as well as the inclusion of various projects that the interviewees feel have proven to be successful in the past. Although it is difficult to generalize too broadly based on the results of the study, it can be stated that life skills education seems to be highly effective and influential according to the teachers interviewed.
  Life skills education can represent a certain value of prevention and in accordance with that the researcher suggests there is a great need to take a closer look at the life skills curriculum in schools today. Teachers clearly need more support in the field as well as enhancement to their continued professional development.

Samþykkt: 
 • 27.6.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/28430


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefnið_AldísPloderOttósdóttir_síðari skil.pdf1.46 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlýsing_lokaverkefni_AldísPloderOttósdóttir.pdf206.5 kBLokaðuryfirlýsingPDF