is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28434

Titill: 
  • Lítill sáttasemjari : hvernig geta leikskólakennarar stuðlað að hæfni leikskólabarna til að leysa ágreining á farsælan hátt
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessu verkefni er fjallað um hæfni leikskólabarna til að leysa ágreining og hvernig leikskólakennarar geta eflt þá hæfni. Niðurstöður erlendra rannsókna sýna að ágreiningur veitir börnum náttúrulegt tækifæri til þess að þroskast félagslega og tilfinningalega. Þær sýna einnig að hæfni barna til að leysa ágreining hefur áhrif á gæði samskipta milli jafningja, á sjálfsmynd, félagsþróun og velgengni barnsins í skólanum. Rannsakendur hafa fundið að félagslega jákvæð hegðun barna, meðan á ágreiningi stendur, geti leitt til þess að lausn ágreinings verður gagnkvæmari og samskipti milli barna eftir ágreining friðsamlegri. Þess vegna er mikilvægt að leikskólakennarar styðji barnið við að þróa með sér hæfni sem gerir því kleift til að leysa ágreining á félagslega jákvæðan hátt, getu til að setja sig í spor annarra og getu til þess að horfa á vandamál út frá sjónarhorni annarra.
    Fræðimenn benda líka á að íhlutun kennara geti haft neikvæð áhrif og truflað eðlilega hringrás við lausn ágreinings og þetta geti takmarkað tækifæri barnanna til að afla sér félagslegar færni. Mikilvægt er svo að leikskólakennari gefi börnum tækifæri til að leysa ágreining á eigin forsendum og forðist að grípa inn að óþörfu. Leikskólakennarar geta notað fjölbreyttar aðferðir til að styðja börnin við að þróa hæfni sína til að leysa ágreining.
    Í ritgerðinni er fjallað um að þær aðferðir sem byggðar eru á beinni íhlutun, séu ekki aðferðir sem krefjast undirbúnings heldur hæfni leikskólakennara til að sjá námsmöguleika sem eiga sér stað í hversdagslegum athöfnum. Einnig er fjallað um skipulagðar aðferðir þar sem leikskólakennari tilgreinir markmið sem hann langar til að ná með kennslustundinni, hvernig hann undirbýr námsumhverfið, velur tíma, rými og hjálpargögn og auk þess að velja leið sem samsvarar best þörfum barnanna.

Samþykkt: 
  • 27.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28434


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Litill Sáttasemjari Lokaverkefni til B.Ed.1.pdf818.26 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf36.8 kBLokaðurYfirlýsingPDF