en English is Íslenska

Thesis (Master's) University of Iceland > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/28435

Title: 
 • Title is in Icelandic Fagleg sjálfsrýni : starfsþróun kennara og skipulag kennslu í íslensku sem öðru tungumáli í grunnskóla
 • Title is in Icelandic Self-study of educational practice : professional development of teachers and overall planning of Icelandic as a second language in primary schools
Degree: 
 • Master's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Mikilvægt er að skipulag kennslu nemenda sem hafa íslensku sem annað tungumál í grunnskólum sé vandað og vel ígrundað. Þessi ritgerð fjallar um rannsókn sem unnin var á tímabilinu frá miðjum ágúst-desember 2015, sumarið 2016 og á vorönn 2017. Tilgangur hennar er að efla kennslu og nám nemenda með íslensku sem annað mál í grunnskólum með því að gera starfendarannsókn í samvinnu við annan kennara. Stuðst var við hugmyndir um markvissa samkennslu í einum bekk. Markmið rannsóknarinnar er að varpa ljósi á hvernig samkennsla tveggja kennara með ólík þekkingarsérsvið, annars vegar umsjónarkennara og hins vegar kennara í íslensku sem öðru máli, getur eflt nám og kennslu nemenda með íslensku sem annað mál.
  Við fræðilega umfjöllun eru lagðir til grundvallar þættir sem tengjast starfsþróun, samkennslu, kennsluháttum og skipulagi fyrir nemendur með íslensku sem annað mál. Rannsóknin er starfendarannsókn, fagleg sjálfsrýni og liður í starfsþróun minni. Gögnum var safnað með rannsóknardagbók, tölvupóstum til leiðbeinenda, fundargerðum, viðtölum við samkennara, námsgögnum, ljósmyndum og gögnum í endurliti.
  Niðurstöður rannsóknarinnar eru flokkaðar í þrjú meginþemu sem greind voru í gögnum rannsakanda. Þau eru: Sjálfsrýni, samvinna í þróunarferli og nýting sérfræðiþekkingar. Helstu ályktanirnar sem dregnar eru af úrvinnslunni undirstrika þemu og undirþætti sem einkenndu rannsóknartímabilið og reynslu mína: Sjálfsrýni, stöðug greining og jákvætt sjónarhorn í starfi og samvinnu opnar á tækifæri. Vikulegir fundir eru mikilvægir og skipta sköpum um jákvæða þróun samkennslunnar. Góðir kennsluhættir í almennum bekk eru mikilvægir þættir til að efla nám nemenda með íslensku sem annað mál. Auk þess er nauðsynlegt að annars máls kennsla sé skipulögð í stundaskrá sem sérstakt fag, íslenska sem annað mál, vegna þess að þar þurfa að vera aðrar áherslur en í kennslu íslensku sem móðurmáls.

Accepted: 
 • Jun 27, 2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/28435


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf205.82 kBLockedYfirlýsingPDF
Lokaskjal_Anna_Guðrún_Júlíusdóttir.pdf2.49 MBOpenHeildartextiPDFView/Open