is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28436

Titill: 
 • Reynsla og viðhorf umsjónarkennara í kennslu nemenda með einhverfu í skóla án aðgreiningar
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Síðustu ár hefur grunnskólanemendum með greiningu á einhverfurófi sífellt fjölgað. Hvort um fjölgun einstaklinga með einhverfu í heiminum sé að ræða, breytt viðmið við greiningar eða vitundarvakningu um einhverfu má deila. Samhliða þessari þróun hefur starf umsjónarkennara og annarra kennara orðið flóknara. Krafa er gerð um að allir nemendur fái nám við hæfi og hugmyndafræði um skóla án aðgreiningar á að vera leiðarljós allra sem að skólastarfi koma á landinu. Í þessari ritgerð er sagt frá rannsókn á viðhorfum og reynslu kennara er sinna nemendum með einhverfu í grunnskóla.
  Ég sem rannsakandi er sjálf umsjónarkennari og foreldri barns með einhverfu og er mér hugleikið að kanna reynslu og viðhorf kennara til einhverfu sem og til nemenda með einhverfu. Tilgangur rannsóknarinnar er að draga fram mynd af starfi og reynslu umsjónarkennara með nemendum með einhverfu í bekk. Markmið verkefnisins er að öðlast þekkingu og skilning á upplifun og reynslu umsjónarkennara í starfi með nemendum með einhverfu í bekk.
  Í rannsókninni var rætt við fimm umsjónarkennara nemenda með einhverfu og ég leitaðist við að varpa ljósi á hvað stendur upp úr í starfi þeirra, finna hvað þeir telja mikilvægt, hvað skiptir máli, hvað reynir á og hvaða þætti þarf að bæta í tengslum við kennslu nemenda með einhverfu.
  Helstu niðurstöður sýna að viðmælendur mínir, allt konur, upplifa að þær búi svo vel í starfi sínu að hafa í kringum sig samstarfsfólk sem styður þær og aðstoðar eftir fremsta megni en stuðningur við frekari menntun varðandi nemendur á einhverfurófi gæti verið meiri frá skólayfirvöldum. Kennararnir telja sig þurfa rýmri undirbúningstíma sem umsjónakennarar til að sinna þeim málum er snúa að nemendum á einhverfurófi. Mikill tími fer í að sinna utanumhaldi varðandi nemendur með einhverfu, bæði hvað varðar undirbúning á námsefni og tíma sem fer í að fylla út matslista o.fl. í sambandi við greiningarferli nemenda á einhverfurófi. Sú þekking sem kennararnir hafa nýtist þeim vel í starfi þó svo þeir kysu að fá meiri stuðning við að sækja sér frekari þekkingu á efninu.
  Lykilhugtök: Einhverfa, einhverfuróf, nemendur, umsjónarkennarar, sérkennari, foreldrasamstarf, skóli án aðgreiningar, stuðningur, kennsla, sérkennsla.

 • Útdráttur er á ensku

  In recent years, primary schools students with a diagnosis of autism has continually increased. Whether the increase in the number of people with autism in the world is the case, change in the criteria for the diagnosis or awareness of autism is debated.
  Parallel to this development the work of supervising teachers and other teachers has become more complicated. A requirement is set that all students receive appropriate education, and the philosophy of Inclusive school should be the beacon of light for every school in the country.This paper describes a study of the attitudes and experiences of teachers on teaching students with autism in elementary school.
  I, as a researcher, supervising teacher, and parent of an child with autism, am intrigued to explore the experiences and attitudes of teachers to autism and students with autism. The purpose of this study is to highlight the image of the work and experience of supervising autistic students in a class. The aim of the project is to gain knowledge and understanding of the experiences that a supervising teacher gains by working with students with autsm in a class.
  In the study there was a discussion with five supervising teachers that had students with autism in their class, and I sought to shed light on what stands out of work in their work, find out what they consider important, what matters, what challenges them and what aspects need to be improved in relation to teaching students with autism.
  The main results show that the interviewees, which were all women, experience that they are very blessed in their work to have colleagues around which support and assist them to the furthest extent possible, but the support of further education for students on the autism spectrum could be higher from their respective schools. The teachers believe they need more extensive preparation as supervising teachers to handle issues that concern students on the autism spectrum. A lot of time goes into taking care of issues concerning autistic students both in terms of curriculum material and time spent filling out lists of requirements etc., in connection with the detection process of students on the autism spectrum. The knowledge they have is useful to them in practice, even though they wanted mores upport in gaining more knowledge.
  Key words: Autism, autismspectrum, students, supervising teachers, special education teacher, parent participation, inclusive education, support, education, special education.

Samþykkt: 
 • 27.6.2017
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/28436


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
M.Ed._lokaritgerð_Anna_Bjorg_Sigudardottir.pdf1.14 MBLokaður til...01.06.2067HeildartextiPDF
Skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf231.8 kBLokaðurYfirlýsingPDF