is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/28439

Titill: 
  • Lærum það úti : handbók í útikennslu ætluð kennurum á miðstigi
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Með ört vaxandi kyrrsetu, hreyfingarleysi ungmenna á Íslandi og fjölgun lífsstílssjúkdóma í samfélaginu er mikil nauðsyn á að virkja nemendur til daglegrar líkamlegrar virkni til að bæta heilsufar og velferð. Góð heilsa er mikilvæg til að takast á við daglegt amstur. Með útikennslu á grunnskólastigi og þar með aukinni útiveru og hreyfingu er hægt að efla heilsu nemenda. Útikennslu er hægt að tengja við grunnþætti menntunar, þ.e. læsi, sjálfbærni, lýðræði og mannréttindi, jafnrétti, heilbrigði og velferð og sköpun, og við lykilhugtökin þekkingu, leikni og hæfni. Einnig er hægt að samþætta kennslu í ýmsum námsgreinum með þeim verkefnum sem unnin eru í útikennslu. Helstu markmið þessa verkefnis, sem hér er til umfjöllunar, eru annars vegar að semja handbók fyrir kennara á miðstigi, sem þeir geta nýtt sér til þess að færa kennsluna út undir beran himin, og hins vegar að tengja hana við aðalnámskrá grunnskóla. Við gerð verkefnisins var rýnt í núgildandi aðalnámskrá grunnskóla og eldri námskrár. Skoðað var innlent efni um útikennslu og erlendar rannsóknir sem gerðar hafa verið í tengslum við útikennslu og ávinning af henni. Helstu niðurstöður þessa verkefnis voru þær að auðvelt er að tengja útikennslu við helstu þætti aðalnámskrár grunnskóla og ávinningur af útikennslu er margþættur, félagsleg, líkamleg og andleg heilsa eflist. Mikil þörf er fyrir handbók eins og Lærum það úti ef ná skal því fram að nemendur fái aukna hreyfingu um leið og þeir öðlast þekkingu á námsefninu frá öðru sjónarhorni en því bóklega. Þannig er hægt að tengja bæði verk- og bóklegar námsgreinar eins og stærðfræði, heimilisfræði, skólaíþróttir og samfélagsfræði við útikennslu.

  • Útdráttur er á ensku

    With the fast growing sedentary lifestyle and physical inactivity of Iceland‘s youth along with the increase of lifestyle diseases in our society it is imperative that students are able to increase their physical activity to promote good health and well-being. Good health is important for dealing with life‘s daily activities. With outdoor teaching lessons for elementary level students it is possible to enhance the students’ health with increased outdoor and physical activity. Teaching outdoors can be connected to the primary elements of education, literacy, sustainability, democracy and human rights, equality, health and welfare, and creativity, and the key concepts knowledge, skills and competency. It is also possible to incorporate lessons from various school subjects with the projects that are taught outdoors. The main objective of the project is to create a manual for teachers of 5th to the 7th grades, which can use to move their classes outdoors, and link this manual to the national curriculum and older curriculum for compulsory education were reviewed. National material and international studies in connection with outdoor lessons and its benefits have been examined. The key findings of this project were that it is not difficult to link outdoor teaching and learning with fundamental pillars of the national curriculum for compulsory schools and the benefits of outdoor lessons are multidimensional, i.e. social skills, physical and mental health are all improved. The need for teaching material such as Learn outside is essential to make sure that students increase mobility while they also gain knowledge of various subjects without merely using textbooks. Therefore it is possible to link both vocational and academic subjects such as mathematics, home economics, physical education and social studies with outdoor learning.

Samþykkt: 
  • 27.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28439


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lærum það úti - Handbók Anna Dís 30.maí.pdf3.6 MBOpinnFylgiskjölPDFSkoða/Opna
Lærum það úti - Greinargerð- Anna Dís.pdf1.06 MBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna
Skemman yfirlýsing lokaverkefni.pdf97.41 kBLokaðurYfirlýsingPDF