is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/28442

Titill: 
  • Áhrif peninga á íþróttir : könnun á viðhorfum framhaldsskólakennara til heiðarleika og siðferðis í íþróttum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Íþróttir hafa skapað vegamikinn sess í samfélagi okkar í marga áratugi. Í gegnum tímans rás hafa margar breytingar átt sér stað í heiminum á ólíkum sviðum, þar á meðal í íþróttaheiminum.
    Viðhorf fólks til íþrótta, hvorttveggja á Íslandi og erlendri grundu, hefur breyst í takt við aukið fjárstreymi til íþrótta. Siðferðiskennd íþróttamanna virðist litast af tekjum til dæmis í knattspyrnu. Alþjóðlegar íþróttastofnanir virðast einnig stjórnast fremur af peningum og gróða heldur en ástríðu fyrir íþróttinni.
    Tilgangurinn með þessari rannsókn var að skoða afstöðu framhaldsskólakennara í fjórum framhaldskólum á Íslandi til siðferðis og heiðarleika með áherslu á áhrif peninga á íþróttasiðferði.
    Þessi rannsókn var megindleg og stuðst var við spurningarlista en hann samanstóð af 51 spurningu. Meðal annars var spurt um peninga íþróttum, fjárframlög stofnana til íþrótta, lyfjanotkun íþróttamanna og heiðarleika í íþróttum.
    Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu afstöðu framhaldskólakennara í fjórum framhaldsskólum og virðast þátttakendur telja að peningar hafi nokkur áhrif á íþróttasiðferði. Afstaða eftir kyni, aldri og íþróttaþáttöku var ólík á nokkrum sviðum.
    Íþróttir eiga að vera vettvangur þar sem allir geta tekið þátt á jafnréttisgrundvelli. Of mikið fjárstreymi til íþrótta gæti verið að hafa neikvæð áhrif á ímynd íþrótta.

Samþykkt: 
  • 27.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28442


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing um meðferð lokaverkefnis - Aron Valur.pdf170.56 kBLokaðurYfirlýsingPDF
aron_valur_M.+ed.+ritgerð+-+Aron+Valur.pdf3.76 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna