is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28447

Titill: 
  • Áhrif póstfemínisma á samfélagsmiðlum : samfélagsmiðlar og samfélagshreyfingar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Femínískar hreyfingar í dag á borð við Druslugönguna og Free The Nipple hafa sameinað fjölda fólks í baráttu gegn kynjamisrétti um allan heim og eru áhrifamiklar bæði í samfélaginu og á samfélagsmiðlum. Samfélagsmiðlar eru mikið notaðir meðal ungmenna í dag og eru án efa orðinn stór partur af daglegu lífi flestra einstaklinga. Í þessari ritgerð verður fjallað um póstfemínisma og hvernig samfélagsmiðlar hafa skapað rými fyrir ungar konur og stúlkur til að tjá sig um málefni tengd kynjajafnrétti. Póstfemínismi er umdeilt hugtak sem stundum er hugsað sem andstöðu gegn femínisma ásamt sögulegri breytingu. Póstfemínismi hvetur ungar konur til sjálfstæðis en hlutgerir líkama þeirra á sama tíma og er talið að fjölmiðlar kynlífsvæði líkama kvenna. Af þessum ástæðum ýtir samfélagið undir þá hugmynd um hvað konur eigi að gera og hvernig þær eigi að líta út og verða þannig enn fyrir áreiti og kynjamisrétti í samfélaginu. Þrátt fyrir þetta eiga þær ekki að láta neitt stoppa sig í gjörðum sínum, heldur eiga þær að gera það sem þær vilja gera.

Samþykkt: 
  • 27.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28447


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA Lokaverkefni - Ásdís Erla Þorsteinsdóttir.pdf991.88 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Ásdís_Erla_Skemman-yfirlýsing.pdf205.41 kBLokaðurYfirlýsingPDF