is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2845

Titill: 
 • Hvernig á að sameina fyrirtækjamenningu?
Titill: 
 • How should organizational cultures be merged?
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Á undanförnum árum hafa samrunar og sameiningar fyrirtækja verið algengir. Mest
  hefur verið fjallað um fjárhagslegan og skipulagslegan ávinning af þessum samrunum
  en minna litið á þær breytingar sem verða á umhverfi starfsmanna. Við sameiningar
  fyrirtækja þurfa starfsmenn fyrirtækis oft að flytja í annað starfsumhverfi, uppsagnir
  verða og umtalsverðar breytingar geta orðið á líðan þeirra. Í þessari skýrslu er kannað
  hvernig fyrirtækjamenning er sameinuð og hvernig til tókst með sameiningu
  Brunabótafélags Íslands og Samvinnutrygginga.
  Sameining félaganna er skoðuð út frá kenningum Kotter um átta þrep árangursríkrar
  breytingastjórnunar. Fyrirtækin voru ekki sameinuð með þær kenningar í huga en
  áhugavert er að sjá að þrátt fyrir það fylgdu stjórnendur félagsins fjórum af átta
  þrepum Kotter og nokkrum til viðbótar var fylgt að einhverjum hluta.
  Framkvæmd var hálfopin viðtalsrannsókn í Vátryggingafélagi Íslands. Rætt var við
  fjóra starfsmenn sem starfað höfðu hjá Samvinnutryggingum, fjóra sem störfuðu hjá
  Brunabótafélagi Íslands og fjóra sem ekki höfðu starfað hjá forverum
  Vátryggingafélagsins. Þá var einnig rætt við núverandi starfsmannastjóra skipulagsheildarinnar og fyrrum forstjóri VÍS var tekinn tali

Samþykkt: 
 • 27.5.2009
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/2845


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BSritgerd_KarlIpsen_vor2009_fixed.pdf2.46 MBLokaðurPDF