en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/28452

Title: 
  • Title is in Icelandic Batamiðað tómstundamenntunarnámskeið fyrir fólk með geðrænan vanda
Submitted: 
  • June 2017
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Þetta verkefni er tvíþætt, greinagerð og námskeið. Í greinagerðinni er gert grein fyrir og fjallað um lykilhugtök í tómstundafræðinni líkt og tómstundir, tómstundamenntun og frítími. Greinagerðin er fræðilegur bakgrunnur á „Batamiðuðu tómstundamenntunarnámskeiði fyrir fólk með geðrænan vanda“ og þess vegna verður fjallað um geðrænan vanda, tómstundir og geðrænan vanda og rannsóknir á því sviði. Ástæðan fyrir þessu tiltekna tómstundamenntunarnámskeiði er að það skiptir máli fyrir alla að nota frítíma sinn vel og fylla hann að jákvæðum tómstundum. Þegar fólk glímir við geðrænan vanda getur myndast óvissa um hvernig eigi að nota þennan frítíma og þá getur fólk glímt við frítímatengdan vanda. Frítímatengdur vandi birtist í ofbeldi, fíkniefnaneyslu, doða og vanlíðan. Námskeiðið verður 8 tímar í fjórar vikur 60 mínútur í senn. Rannsóknir sýna að tómstundir hafa jákvæð áhrif á líðan fólks og tómstundamenntun er góð leið til þess að kenna fólki að nota frítíma sinn á jákvæðan hátt með það að markmiði að efla lífsgæði og bæta heilsu. Það er mín von að Batamiðað Tómstundamenntunarnámskeið verði notað í meðferðarskyni fyrir fólk með geðsjúkdóm til þess að hjálpa þeim að ná bata og fá góða sýn á hvað lífið getur verið innihaldsríkt og ánægjulegt þrátt fyrir að glíma við geðrænan vanda.

Accepted: 
  • Jun 27, 2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28452


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Greinagerð. Berglind Rún Torfadóttir BA ritgerð.pdf899.72 kBOpenGreinargerðPDFView/Open
Lokaverkefni Berglind Rún Torfadóttir námskeið lokaskjal.pdf768.96 kBLockedHandbókPDF
Berglind Rún Torfadóttir_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_08.05.pdf73.05 kBLockedYfirlýsingPDF