is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/28453

Titill: 
  • Að leggja rækt við sjálfbærni í spænskukennslu : starfendarannsókn
  • Titill er á ensku Cultivating Sustainability in a Spanish Context : an action research case study
Námsstig: 
  • Meistara
Höfundur: 
Útdráttur: 
  • Verkefni þetta er byggt á starfendarannsókn þar sem rannsóknin beinist að mér sem kennara í spænskukennslu með nemendum á aldrinum 9-13 ára. Markmið mitt var að rannsaka hvernig hægt væri að flétta menntun í sjálfbærri þróun saman við almenna tungumálakennslu.Ég lagði áherslu á að rannsaka hvernig best væri að nota kennslustundir í spænsku til að hvetja börn á skólaaldri til hugsa um sjálbærni og sjálfbærra þrónun. Aðal takmark mitt var að efla mig í að finna leiðir til að virkja og hvetja nemendur mína til menntunnar í sjálfbærri þróun og mennta þá til aðgerða í sjálfbæri hegðun. Virkni sjálfbærrar hugsunar getur þróað með börnunum færni til að takast á við þá sameiginlegu ábyrgð sem felst í því að vera sannur borgari alþjóðarsamfélagsins. Ég sá tækifæri til þess að vaxa og þroskast með því að að takast á við það að vera hvort tveggja í senn kennari bekkjarins og rannsakandi. Á þessum tíma hannaði ég kennslu þema sem er byggt á fjölgreindakenningu Howards Gardner. Fjölgreindakenning Gardners leggur áherslu á að þroska færni nemandans til athafna í því umhverfi sem hann býr við og kenna honum að endurspegla og hugsa gagnrýnið um afleiðingar athafna sinna. Sumarið (um þrjár vikur) 2015 var ég með námskeið fyrir fimm krakka á aldrinum 9-13 ára sem ég fylgdi eftir með sjö vikulegum kennslustundum út veturinn (september-nóvember) 2015-2016. Ég safnaði gögnum í gegnum vikulega skýrslugerð, ég skráði niður athugasemdir sem ég fékk frá gagnrýnum vinum, ásamt því að afla mér upplýsinga í verkefnum sem innihéldu fjölbreytilegt úrtak. Aðal niðurstaða rannsóknarvinnu minnar bendir til að þáttaka barnanna hafi aukist í samræmi við þau tengsl og þá ástríðu sem ég lagði í hvert viðfangsefni fyrir sig. Rannsóknin sýndi einnig fram á mikilvægi þess að fara vel yfir hverja liðna kennslustund með það markmið að leiðarljósi að geta breytt og þróað nýja kennsluhætti í samræmi við þörf hvers nemendahóps. Í gegnum rannsóknina greini ég að hlutverk mitt sem kennara og rannsakanda hafi haft áhrif á frammistöðu mína og leiddi til þess að mitt gildismat yfirfærðist á nemendur Rannsókn þessi gaf einnig til kynna að þrátt fyrir það að útikennsla njóti ekki almennrar viðurkenningar þá getur bein tenging við þau viðfangsefni sem unnið er að í þvílíkum kringumstæðum verið mjög gagnleg við að hjálpa nemendum að ná betri tökum á þverfaglegum verkefnum

  • Útdráttur er á ensku

    This is an action research based project focusing on how to incorporate sustainability education (SE) within the teaching of language. My main goal is to cultivate awareness and concern for sustainable development in a group of school-aged children during Spanish lessons. Specifically, I aimed to find ways to encourage and engage the children into seeing sustainability as an important lifetime value. By doing so, the children would be able to successfully deal with collective responsibility and activism both of which are necessary to become truly minded citizens of the world. As a teacher and as a researcher within the classroom I looked forward to grow professionally in both fields.I have designed a teaching sequence (TS) based on Gardner’s Multiple Intelligence theory that emphasizes action competence such that learners can act in the world they live in and reflect on the outcomes (Macdonald, 2013). This TS focuses on awareness, opportunities, responsibility, collectivity, democracy, action, and self-evaluation. I had five children from ages 9-13 during the summer (about three weeks) of 2015 followed by seven weekly lessons during the winter (September to November) of 2015-2016. The data was gathered by the means of my journal, the comments of my critical friend, and a variety of sample activities. The main findings of the study suggest that as I got truly involved and passionate for a topic, the children perceived my enthusiasm and become more engaged. The study demonstrated that after-class-reflection helped me to focus better on my strengths and to search for changes applicable to use in the classroom. I have also come to the realization that it is essential that our goal should not be to attain one value but rather to nurture a series of values that are already being cultivated within us.The findings also suggest that although informal outdoor education may not be taken seriously, hands-on-activities in such settings can be beneficial for the students. Implications for better ways of welcoming interdisciplinary approaches are areas that need more research

Samþykkt: 
  • 27.6.2017
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/28453


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA-BIBIAM_GONZALEZ-final-june_2017.pdf3.45 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing Bibiam Gonzalez Rodriguez.pdf32.09 kBLokaðurYfirlýsingPDF